WaterRower Wooden Series róðravél

229.995 kr.299.995 kr.

  • Fallega hönnuð róðravél frá Waterrower
  • Vatnsmótstaða
  • Er hljóðlátari en flestar róðravélar
  • Hreyfingin minnir á raunverulegan róður
  • Þarfnast afar lítils viðhalds
  • Auðvelt að geyma vélina upprétta
  • Handsmíðuð í Bandaríkjunum
  • Val um mismunandi viðartegundir
Vilt þú bæta við?
6.000 kr.
1 × Motta undir róðravél

Á lager

9.995 kr.
1 × Waterrower Premium Sessa

Á lager

7.995 kr.
1 × Waterrower Cleaning Kit

Ekki til á lager

6.995 kr.
Eik
Eik
Askur
Askur
Svört
Svört
Club
Club
Hvíttuð Eik
Hvíttuð Eik
Kirsuberjaviður
Kirsuberjaviður
Hnota
Hnota

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Wooden series róðravélin frá Waterrower er þeirra vinsælasta vél. Vélina er hægt að fá í mismunandi viðartegund og því getur þú eflaust fundið vél sem passar vel inn á þitt heimili. Róðravélin gerir þér kleift að taka öfluga æfingu enda reynir vélin á alla helstu vöðvahópa. Vélin líkir eftir því að róa á vatni og er hljóðlátari en flestar aðrar róðravélar á markaðnum.

Falleg hönnun

Róðravélarnar frá WaterRower hafa sprungið í vinsældum um allan heim enda er um að ræða fallega hannaðar vélar sem að smellpassa inn á heimili. Viðurinn gefur æfingatækinu hlýlegra útlit sem að minnkar þörfina á að þurfa að koma vélinni fyrir inn í bílskúr eða annars staðar þar sem að gestir sjá ekki til.

Vatnsmótstaða

WaterRower fara aðra leið til þess að knýja fram mótstöðu en vatnstankurinn er sannarlega hjarta vélarinnar. Vatnsmótstaðan kemur þér nær því að vera úti á vatni en þar vinna saman hljóðin frá vatnstankinum og tilfinningin í toginu sjálfu. Á tankinum eru engar stillingar en ef þú vilt meiri mótstöðu þá einfaldlega togar þú fastar.

Gæðaframleiðsla

Róðravélarnar eru handsmíðaðar í Bandaríkjunum og allur frágangur er til fyrirmyndar. Wooden series vélarnar er hægt að fá í mismunandi viðartegundum og allar eru þær varðar með danskri olíu. Viðhald er afar lítið en það felur aðallega í sér þrif og svo þarf að setja klórtöflu í vatnstankinn 1-2 sinnum á ári. Allar róðravélar frá WaterRower eru seldar með 2 ára ábyrgð.

S4 æfingatölva

S4 æfingatölvan sem er á Wooden series vélunum sýnir allar helstu upplýsingar auk þess að bjóða upp á tengimöguleika við tölvu. Skjárinn sjálfur er afar skýr og getur sýnt hraða, wött, kaloríubrennslu, vegalengd o.fl..  Þeir sem eiga wooden series róðravél með s4 tölvunni geta nýtt sér ókeypis forrit sem heitir We-Row en þar getur þú geymt æfingaupplýsingar og jafnvel keppt við aðra Waterrower eigendur.