Almennir skilmálar

Hér finnur þú skraufþurra skilmála sem fylgja netversluninni – Við viljum að sjálfsögðu leysa úr öllum vandamálum sem upp koma svo ef það er eitthvað þá skaltu hafa samband við okkur og við munum gera okkar besta í að leysa úr því. Þú getur sent póst á netfangið hreysti@hreysti.is eða hringt í okkur í síma 568-1717.

Almennt

Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Hreysti ehf. til neytenda og eru staðfestir með staðfestingu á kaupum. Kaupandi verður að vera að minnsta kosti 16 ára til þess að versla í vefversluninni. Hreysti ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða vegna þess að varan sé uppseld.

Seljandi er Hreysti ehf., kennitala 470688-1229, VSK númer 13444

Staðsetning: Skeifan 19, 108 Reykjavík.

Símanúmer: 568-1717

Netfang: hreysti@hreysti.is

Skilaréttur

Vörum er hægt að skila innan 30 daga frá kaupum og í staðinn fá inneign eða fulla endurgreiðslu. Varan þarf að vera óskemmd og óopnuð, fæðubótarefni verða að hafa órofin innsigli. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda nema að um sé að ræða gallaða vöru, sé um gallaða vöru að ræða þá greiðir Hreysti ehf. Fyrir endursendingu.

Verð

Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti (VSK) sem er 11% eða 24% eftir vörum. Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara. Hreysti ehf. Áskilur sér rétt til þess að ljúka ekki viðskiptum  hafi rangt verð verið gefið upp. Sé vara uppseld þá verður haft samband við kaupanda og honum send önnur vara eða pöntunin endurgreidd ef varan er ekki væntanleg.

Afgreiðsla pantana

Hægt er að velja um þrjá afgreiðsluhætti en vörur í netversluninni skiptast í þrjá flokka, minni vörur, millistórar vörur og stærri vörur, hér eru verð fyrir hvern flokkinn eftir afgreiðsluhætti:

Minni vörur

Sækja í verslun – kostar ekkert aukalega

Pakki á næsta pósthús – 795 kr.

Pakki heim að dyrum (þar sem slík þjónusta er í boði) – 995 kr.

 

Millistórar vörur

Sækja í verslun – kostar ekkert aukalega

Pakki á næsta pósthús – 2.495 kr.

Pakki heim að dyrum (þar sem slík þjónusta er í boði) – 2.995 kr.

 

Stærri vörur

Sækja í verslun – kostar ekkert aukalega

Pakki á næsta pósthús – 4.995 kr.

Pakki heim að dyrum (þar sem slík þjónusta er í boði) – 6.995 kr.

 

 Ath. frí heimsending á verðmæti yfir 10.000 á ekki við um millistórar og stórar vörur.

Stærri vörur eru t.d. Hlaupabretti, lyftingabúr, lyftingasett o.s.frv. en hægt er að sjá sendingarkostnað í körfunni áður en greitt er fyrir pöntunina. Millistórar vörur eru t.d. ákveðnir lyftingabekkir, þrektæki og fleira. Í öllum tilvikum er póstkostnaður á stórum og millistórum vörum niðurgreiddur. 

Pósturinn sér almennt um útkeyrslur nema þegar um er að ræða samsett tæki eða stórar sendingar innanlands.

Hreysti ehf. Leggur kapp á að afgreiða pantanir eins hratt og unnt er, pantanir sem berast fyrir hádegi munu því í flestum tilvikum vera afgreiddar á pósthús samdægurs. Hveru lengi það tekur kaupanda að fá pöntun er mismunandi eftir því hvar á landinu kaupandi er staddur en gott er að miða við 1-4 daga frá því að kaup ganga í gegn.

 

Greiðsluleiðir

Nokkrar greiðsluleiðir eru í boði í vefverslun Hreysti ehf. Mikið er lagt upp úr öryggi á netversluninni en allar greiðsluupplýsingar fara í gegnum öruggar greiðslusíður ásamt því að öryggi á síðunni almennt er í takt við öryggiskröfur sem vefverslanir þurfa að uppfylla í dag. Greiðsluleiðirnar eru:

 

Greiðsla með korti – hægt er að greiða með öllum helstu kreditkortum og debetkortum, greiðsla fer í gegnum greiðslusíðu hjá Borgun

Greiðsla með Netgíró.

Greiðsla með Síminn Pay.

 

Reikningsupplýsingar Hreysti eru eftirfarandi:

Kt. 470688-1229

0111-26-4706