UM OKKUR

Hreysti er fjölskyldufyrirtæki sem að sérhæfir sig í innflutningi og sölu á íþróttavörum. Okkar hlutverk er að aðstoða viðskiptavini að ná heilsutengdum markmiðum með breiðu vöruúrvali sem byggt er á grunni sérþekkingar starfsfólks okkar. Hreysti stendur fyrir heilbrigði, vellíðan, jákvæðni og dugnað.

Hreysti hefur starfað síðan 1988 og rekur nú verslun og netverslun auk lagerhúsnæðis. Hreysti hefur í gegnum árin ræktað sambönd við stóra og sterkja birgja og framleiðendur. Með milliliðalausum kaupum náum við sem hagstæðustum vörukaupum sem skila sér í lægra verði til viðskiptavina.

Árið 2020 litu fyrstu vörurnar í Hreysti línunni ljós eftir ansi langan aðdraganda. Lyftingalínan og íþróttadrykkurinn Batterí voru fyrstu vörurnar en til lengri tíma munum við bæta verulega í línuna. Þú getur verið viss um að æfingavörur úr Hreysti línunni séu bæði vandaðar og á góðu verði – fæðubótarefni frá Hreysti getur þú treyst að séu næringarrík, bragðgóð og laus við öll ólögleg efni.

Í gegnum tíðina hefur Hreysti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Við styrkjum hin ýmsu íþróttalið og einstaklinga sem að til okkar leita á vegferð sinni til bætinga. Frá því að fyrirtækið hóf störf árið 1988 höfum við styrkt hundruði íþróttafólks með æfingavörum og fæðubótarefnum.

Umhverfisstefna Hreysti byggir á því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þar sem hægt er, margt smátt gerir eitt stórt. Umbúðir eru endurnýttar við pökkun á netpöntunum og allur afgangur er flokkaður og honum skilað í sorpu. Rafrænar leiðir eru nýttar þar sem hægt er til þess að minnka pappírsnotkun. Þar sem völ er á veljum við vörur sem nýta pappa í pakkningum í stað plasts.

Starfsfólk

Eggert Stefán Kaldalón Jónsson

Eigandi

Gunnar Emil Eggertsson

Framkvæmdastjóri

Sunneva Eggertsdóttir

Markaðsstjóri

Brynjúlfur Jónatansson

Sala & ráðgjöf

Gunnar Aðalsteinn Gunnlaugsson

Sala & ráðgjöf

Jón Valur Þorsteinsson

Sala & þjónusta

Ísak Atli Eggertsson

Þjónusta