FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

Við hjá Hreysti höfum gegnum árin sankað að okkur þekkingu og vörumerkjum sem að gera okkur kleift að veita þínu fyrirtæki heildarlausn í æfingamálum. Hafðu samband við okkur og við sérsníðum lausn sem að tikkar í bæði verð- og virkni boxin. Sama hvort það er æfingaaðstaða fyrir starfsfólk, jógasalur fyrir hótelgestinn eða æfingavörur í afgreiðsluna, við græjum þetta.

Besta lausnin fyrir þig í fjórum punktum:

  • Reynsla – Við höfum starfað í bransanum síðan 1988 og tekist á við ófá verkefnin á þeim tíma
  • Verð – Með beinum innkaupum við stóra birgja og framleiðendur náum við verðum sem eru samkeppnishæf við erlendar verslanir
  • Þjónusta – Við erum með innanhústeymi sem að finnur rétta pakkann fyrir þig, hjálpar við uppsetningu og sinnir viðhaldi ef þarf
  • Úrval – Eftir áratugarekstur höfum við komið upp sterku tengslaneti sem gerir okkur kleift að nálgast gríðarlegt úrval æfingavara, markmiðið er jú alltaf að viðskiptavinurinn fái nákvæmlega þá lausn sem hentar viðkomandi

Okkar verkefni

Smelltu hér til þess að skoða brotabrot af þeim verkefnum sem við höfum sinnt síðustu ár.

KARFAN ÞÍN
Innskráning

Ekki með aðgang?

Hafa samband

Þú getur haft samband með því að fylla út formið hérna fyrir neðan. Við höfum svo samband við fyrsta tækifæri.