BT60 þrekhjólið er það öflugasta í Fitco línunni. Hjólið er einstaklega stöðugt, sterkbyggt og frágangur til fyrirmyndar. Grunnurinn í hjólinu er tvískiptur svo afar auðvelt er að setjast á hnakkinn (frábært fyrir þá sem eru að jafna sig eftir meiðsli). Hjólið byggir á segulmótstöðu (líkt og önnur hjól frá Fitco) sem að þýðir að það er afar hljóðlátt og viðhaldsfrítt. Þungt kasthjól gerir það að verkum að snúningurinn í hjólinu er mjúkur og jafn, sama hversu mikla mótstöðu þú ferð í. Þar sem að grindin í hjólinu er afar sterkbyggð þá er hámarksþyngd notanda 136kg.
Mælaborðið á hjólinu er með stórum og skýrum skjá en engu að síður er það afar einfalt í notkun. Mælaborðið var hannað með það í huga að hver sem er gæti lært á það án vandræða og skrunhjól fyrir því miðju virkar sem mótstöðustilling. Mælaborðið býður upp á 19 mismunandi æfingakerfi og þú getur svo flakkað á milli 16 mótstöðustiga.
Þú átt að geta fundið réttu stillingu fyrir þig á hjólinu en sæti er hægt að færa bæði fram/aftur sem og upp/niður. Stýrið er ekki hægt að stilla en það er hannað þannig að nóg er af mismunandi leiðum til þess að halda í það. Á grunni hjólsins eru svo hjól sem að gera þér auðvelt fyrir að færa það í næsta herbergi.
BT60 þrekhjólið hentar þeim sem að vilja stöðugt og vandað þrekhjól með einföldu mælaborði. Tvískipti grunnurinn gerir það svo að verkum að þeir sem eru að jafna sig eftir meiðsli eða eiga erfitt með ákveðnar hreyfingar get notað hjólið án vandræða.