Life Fitness IC1 spinning hjól

159.995 kr.

 • Vandað spinning hjól frá Life Fitness
 • Endingargóð púðabremsa veitir mótstöðu
 • Gríðarlega sterkur rammi sem er stöðugur (hjólið vegur 51kg)
 • Einföld tölva fylgir með hjólinu sem sýnir grunnupplýsingar
 • Q-factor aðeins 173mm
 • Hlífar fyrir lykilpörtum
 • Hjól framan á grind svo auðvelt er að færa hjólið til
 • Ath. það eru ekki spd klemmur á pedölum

Á lager

Vilt þú bæta við?
6.000 kr.
1 × Motta undir þrekhjól

Ekki til á lager

4.995 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Life Fitness IC1 hjólið gefur þér tækifæri til að taka öfluga hjólaæfingu heima fyrir. Life Fitness hefur unnið saman með ICG (Indoor Cycling group) við hönnun á hjólinu og það er svo sannarlega byggt til að endast. Hjólið er afar stílhreint og tekur sig vel út, sama hvert umhverfið er.

Þrátt fyrir að vera grunnhjólið í Life Fitness línunni þá er hjólið með sterka, stöðuga grind og 18kg kasthjól sem tryggir mjúkan og jafnan snúning. Það er ekki aðeins efnaval sem að skarar fram úr hjá Life Fitness heldur eru stillingamöguleikar afbragðsgóðir á IC1 hjólinu. Hægt er að stilla hnakk og stýri svo að hver og einn notandi finni réttu stöðuna fyrir sig.

Stýrið er hannað þannig að þú getur verið í nokkrum mismunandi stellingum án þess að fórna stöðugleika. Með hjólinu fylgir tölva sem situr við stýrið og sýnir lykilupplýsingar: cadence, tíma, vegalengd og kaloríubrennslu.

Helstu mál o.fl.

 • Mótstöðustilling: snúningshjól og bremsusveif
 • Rafmagnstenging: Nei, tölva gengur fyrir batterý
 • Tölva: Já, víruð innbyggð tölva
 • Neyðarbremsa: Já, sveif
 • Efni í grind: Stál
 • Stýri: Fjölgrip, húðað með PVC
 • Stýrisstillingar: Upp/niður
 • Pedalar: Venjulegir öðrum megin, yfir rist festing hinum megin
 • Mótstaða: Núningsbremsa
 • Sætisstillingar: upp/niður, fram/aftur
 • Hlífar: Fyrir núningsbremsu og drifbúnaði
 • Hjól á grind: Já, tvö að framan
 • Vatnsbrúsahaldari: Já, á grind
 • Þyngd, samsett: 51kg
 • Gerð sveifar: CrMo 6,79 (172,5mm)
 • Stærð (L x B x H): 115cm X 55cm X 110cm
 • Drifbúnaður: Poly V-belt
 • Gírhlutfall drifbúnaðar: 1:3
 • Kasthjól: Stál, 18kg
 • Hámarksþyngd notanda: 130kg
 • Q-Factor: 173mm