Cardiostrong EX20 þrekþjálfi

139.995 kr.

  • Einfaldur þrekþjálfi með öflugu kasthjóli sem hannaður er fyrir heimahús
  • Hentar þeim sem vilja nettan þrekþjálfa sem þó er hægt að taka erfiða æfingu á
  • Segulbremsa nær frá 10 upp í 350 wött
  • 4 handvirkar stillingar á lengd handfanga
  • Lengd skrefs er 38cm
  • Hámarksþyngd notanda er 130kg
  • Hjól á öðrum enda grunnsins gera flutning auðveldan

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

EX20 þrekþjálfinn er nettur þrekþjálfi sem hannaður er fyrir heimahús. Þrekþjálfinn er með öflugt kasthjól sem að verður til þess að þú getur stillt hann upp í nokkuð háa mótstöðu. Þrekþjálfinn er með segulbremsu en hún verður til þess að mótstaða er jöfn og hljóðlát auk þess sem að sá búnaður er viðhaldsfrír.

Mælaborðið á EX20 þrekþjálfanum er einfalt í notkun en á því getur þú flakkað milli 16 mótstöðustillinga. Þú hefur val um nokkur æfingakerfi en í heildina eru þau 19 og af þeim er 1 stillanlegt og 4 stjórnast af púlsi.

Afar auðvelt er að færa þrekþjálfann til vegna hjóla sem eru á grunninum. Á grunninum eru stillanlegar fætur svo að þú getur gert hann stöðugan þrátt fyrir ójöfnur í gólfi. Fótstig eru stór og mjúk sem gerir lengri tíma notkun þægilega.

EX20 þrekþjálfinn hentar þeim sem vilja einfaldan og nettan þrekþjálfa sem er þó með nægilega þungu kasthjóli svo að hægt sé að taka kröftugar æfingar.