Life Fitness T3 hlaupabretti
529.995 kr. – 609.995 kr.
- Hágæða hlaupabraut í fullri stærð
- Flexdeck fjöðrun minnkar álag á liðamót
- 19km hámarkshraði og hægt að halla upp í 15%
- Val um tvö mælaborð
- 159kg hámarksþyngd notanda
- Lífstíðarábyrgð á grind og fjöðrun
- Þetta bretti þarf að smyrja reglulega með sílíkoni, sjá leiðbeiningar í flipa hér fyrir neðan
T3 Hlaupabrautin frá Life Fitness er hönnuð með bæði notkun og einfaldleika í huga. T3 er í fullri stærð með öflugan mótor og státar af fallegri hönnun. Life Fitness nota fjöðrunarbúnað sem kallast Flexdeck en sá búnaður gefur brautinni mýkt sem ekki er að finna annars staðar. T3 hlaupabrautin er vel byggð og á að þola mikla notkun í fjölda ára. Life Fitness líkamsræktartæki eru af slíkum gæðum að þú getur aðeins vænst þess besta.
Púlsmæling
Púlsmælifletir eru á handföngum ásamt því að með mælaborðinu fylgir púlsskynjari sem hægt er að festa utan um brjóstið á notanda fyrir sem nákvæmasta mælingu.
Auðveld í notkun og umönnun
Brautin er afar auðveld í notkun, sama hvort mælaborð er valið. Viðhald við brautina er afar lítið og auðvelt að þrífa t.d. glasahaldara.
Quick Start
Hlaupabrautin man eftir hraða sem notandi velur fyrir göngu, skokk og hlaup. Þetta minni nýtir hún þegar notaður er quick start eiginleikinn þar sem hægt er að fara beint af stað án þess að ákveða æfingaprógram.
Flexdeck fjöðrun
Flexdeck fjöðrunarkerfið er það sem gerir Life Fitness brautir mjúkar og góðar fyrir liðamót. Kerfið getur minnkað álag á hné og liðamót um allt að 30%.
T3 brautin býður notanda upp á hærri hámarkshraða (19km/h), meiri halla (15%) og stærra hlaupasvæði (153cm x 51cm) heldur en samanbrjótanlega systurbrautin F3.
Helstu mál o.fl.
- Lágmarks hraði: 0,8 km/h
- Hámarks hraði: 19 km/h
- Hámarks halli: 15%
- Minnsta breyting á halla: 0,5%
- Glasahaldarar: 2
- Innbyggður aukahluta haldari: Já
- Ergobar: Já
- Flexdeck fjöðrun: Já
- Göngu, skokk og hlaupa stillingar: Já
- Samanbrjótanleg: Nei
- Stærð (L x B x H): 202cm x 88cm x 147cm
- Stærð hlaupasvæðis: 153cm x 51cm
- Þyngd tækis: 111kg
- Hámarksþyngd notanda: 159kg
- Mótor: 3 hestafla DC mótor með Magnadrive stýringu
- Ábyrgð: 2 ára ábyrgð í heimanotkun, 10 ár á mótor
- Tengimöguleikar við afþreyingu: Fer eftir mælaborði
Hvernig á að smyrja bretti
Hlaupabretti þurfa reglulegt viðhald til þess að þau renni ljúft og endist vel. Það sem helst þarf að passa er smurningin en ef að bretti ná að þorna þá myndast núningur sem verður til þess að mótorinn erfiðar og á endanum geta ýmsir íhlutir gefið undan. Langflest hlaupabretti sem hönnuð eru fyrir heimahús eru smurð með sílíkoni og það er mjög mikilvægt að smyrja ekki með neinu öðru smurefni ef svo er.
Sílíkon bretti þarf að smyrja á um 150-200km fresti eða 3 mánaða fresti, hvort sem kemur fyrst.
Annað sem þarf svo að passa er þrifnaður en það þarf að ryksuga í kringum brettin reglulega svo að sem minnst ryk safnist fyrir undir mótorhlífinni. Æskilegt er að ryksuga svo undir mótorhlífinni annað slagið en tíðnin fer algerlega eftir aðstæðum (yfirleitt dugar að ryksuga undir hlífinni 1 sinni á ári ef brettið er í heimahúsi).
Hér er myndband sem að sýnir hvernig smyrja á sílíkon hlaupabretti, flest hlaupabretti eru smurð með þessum hætti en athugaðu fyrst í bæklingnum hvort að það sé ekki örugglega sílíkon sem að smyrja á með – ef þú ert í einhverjum vafa getur þú hringt í okkur og fengið upplýsingar:
Hér er myndband sem sýnir hvernig á að ryksuga undir mótorhlífinni:
NOHrD Þrekhjól
519.995 kr. – 629.995 kr.Cardiostrong BX60 þrekhjól
159.995 kr.Life Fitness C1 þrekhjól
299.995 kr. – 379.995 kr.Life Fitness E3 þrekþjálfi
629.995 kr. – 709.995 kr.WaterRower Wooden Series róðravél
229.995 kr. – 299.995 kr.OPNUNARTÍMI
- Virka daga: 10-18
- Laugardaga: 11-15
- Sunnudaga: Lokað