Flati FTS bekkurinn frá York Barbell er vandaður bekkur sem hentar vel í minni stofnanir eða heimahús. Bekkurinn er stöðugur og er það vegna þess að fætur hans eru breiðir og með gúmmí á endum sem tryggir að bekkurinn fari ekki á flakk.. Púðinn á bekknum hefur fengið lof fyrir að vera mjúkur en þó nógu þéttur svo að hægt sé að taka þunga bekkpressu án þess að sökkva ofan í púðann.
Stærð (LxBxH): 122cm x 56cm x 48cm
FTS línan frá York Barbell er hönnuð fyrir minni æfingastöðvar (hótel, skóla o.s.frv.) en hentar vel í heimahús þar sem tekið er vel á því. Mikil þróunarvinna hefur farið í gerð FTS línunnar og er útkoman endingargóð og stílhrein tæki sem gera nákvæmlega það sem þau þurfa að gera.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.