WaterRower A1 róðravél
179.995 kr.
- Fallega hönnuð róðravél frá Waterrower
- Notast við vatnsmótstöðu
- Er hljóðlátari en flestar róðravélar
- Líkir eftir raunverulegum róðri
- Þarfnast afar lítils viðhalds
- Auðvelt að geyma vélina upprétta
- Handsmíðuð í Bandaríkjunum
- Hentar vel inn í jafnt heimili sem æfingastöðvar
Á lager
FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI
- Heimsending með TVG Xpress: 2.995 kr
- Sent á pósthús: 2.495 kr
- Sækja í verslun: Frítt
A1 studio róðravélin frá Waterrower er glæsileg vél sem að leyfir þér að taka kröftugar æfingar sem reyna á alla helstu vöðvahópa. Viðurinn í vélinni er eik sem búið er að olíubera með Danskri olíu sem að tryggir að áferð haldist til lengri tíma. Vélin líkir eftir því að róa á vatni og er hljóðlátari en flestar aðrar róðravélar á markaðnum.
Falleg hönnun
Róðravélarnar frá WaterRower hafa sprungið í vinsældum um allan heim enda er um að ræða fallega hannaðar vélar sem að smellpassa inn á heimili. Viðurinn gefur æfingatækinu hlýlegra útlit sem að minnkar þörfina á að þurfa að koma vélinni fyrir inn í bílskúr eða annars staðar þar sem að gestir sjá ekki til.
Vatnsmótstaða
WaterRower fara aðra leið til þess að knýja fram mótstöðu en vatnstankurinn er sannarlega hjarta vélarinnar. Vatnsmótstaðan kemur þér nær því að vera úti á vatni en þar vinna saman hljóðin frá vatnstankinum og tilfinningin í toginu sjálfu. Á tankinum eru engar stillingar en ef þú vilt meiri mótstöðu þá einfaldlega togar þú fastar.
Gæðaframleiðsla
Róðravélarnar eru handsmíðaðar í Bandaríkjunum og allur frágangur er til fyrirmyndar. Þessi útgáfa er búin til úr eik sem að er olíuborin með danskri olíu sem að tryggir að útlitið haldi sér sem best til lengri tíma. Viðhald er afar lítið en það felur aðallega í sér þrif og svo þarf að setja klórtöflu í vatnstankinn 1-2 sinnum á ári. Allar róðravélar frá WaterRower eru seldar með 2 ára ábyrgð.
A1 studio æfingatölva
Æfingatölvan sýnir þér allar helstu upplýsingar eins og t.d. Hraða, fjöldi toga, vegalengd/kaloríubrennslu og tíma. Í tölvunni getur þú valið ákveðna vegalengd sem þú vilt róa og hún telur niður frá þeirri vegalengd.
Hentar vel í jafnt heimahús sem æfingastöðvar
A1 róðravélin er hönnuð með það í huga að henta vel í jafnt heimahús sem æfingastöðvar. Ef þú ert með æfingastöð eða fyrirtæki og vilt prófa nýja nálgun á róður þá eru A1 vélarnar frábær kostur.
Mál í notkun:
- Hæð – 51cm
- Breidd – 56,5cm
- Lengd – 212cm
- Þyngd (með vatni) – 44,5kg
- Þyngd (án vatns) – 28kg
Mál í uppréttri stöðu:
- Hæð – 212cm
- Breidd – 56,5cm
- Lengd – 51cm
Tölva sýnir:
- Hraði – Metra/sek | Mílur/klst. | Tíma/500m | Tíma/2km | Wött | Kaloríubrennslu per klst.
- Fjöldi toga per mínútu
- Vegalengd – Metrar | Mílur | Kílómetrar | fjöldi toga | kaloríubrennslu
- Tíma
Annað:
- Viður: Olíuborin eik (sjálfbær framleiðsla)
- Rennan: Svört duftmáluð álrenna
- Sæti: Bólstrað sæti
- Hámarksþyngd notanda: 300kg
- Rafhlöður í tölvu: 2x AA rafhlöður
- Hjól á ramma: Já tvö hjól að framan
- Stillanleg fótstig: Já
NOHrD Þrekhjól
519.995 kr. – 629.995 kr.Life Fitness C1 þrekhjól
299.995 kr. – 379.995 kr.Life Fitness F3 hlaupabretti
529.995 kr. – 609.995 kr.Life Fitness RS1 sitjandi þrekhjól
394.995 kr. – 474.995 kr.OPNUNARTÍMI
- Virka daga: 10-18
- Laugardaga: 11-15
- Sunnudaga: Lokað