Xebex Air Cycle Smart Connect

189.995 kr.

  • Vandað æfingahjól frá Xebex
  • Hentar vel í jafnt heimahús sem æfingastöðvar
  • Byggir á stillanlegri loftmótstöðu
  • Smart Connect tenging við snjalltæki (Zwift o.fl.)
  • Bjartur skjár sýnir allar helstu upplýsingar
  • Litakóðaðar upplýsingar fyrir wött, púls og fleira
  • Hallandi rammi svo þú getur auðveldlega breytt mótstöðu
  • Mótstöðustig eru sjáanleg á skjánum
  • Hægt að stilla sæti og stýri upp/niður og fram/aftur
  • Sjálfherðandi reim – lágmarkar viðhald
  • Virkilega vandað hjól sem þolir gríðarlega notkun

Á lager

Vilt þú bæta við?
6.000 kr.
1 × Motta undir þrekhjól

Á lager

4.995 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Xebex Air Cycle hjólið er afar vandað hjól sem að þolir gríðarlega notkun. Hjólið er búið Smart Connect tæknipakkanum frá Xebex sem gerir þér kleift að tengjast öppum eins og t.d. Zwift. Hjólið byggir á loftmótstöðu sem er stillanleg og hjólið er búið kúplingu sem að þýðir að þegar þú hættir að stíga pedalana þá stoppa þeir (ólíkt fasta ganginum í spinning hjólum). Ramminn er hallandi svo að mótstöðustillingin er nálægt stýrinu.

Skjárinn sýnir allar helstu upplýsingar eins og mótstöðu, tíma, vegalengd, kaloríur, RPM, wött, hraða og púls. Lykilupplýsingarnar eru sýndar í lit svo að auðvelt er að hafa yfirsýn þegar hoppað er á hjólið og tekið sprett. Það er hægt að stilla stýri fram/aftur og upp/niður og sætið er hægt að stilla upp/niður en það liggur í smá halla svo því hærra sem sætið fer því fjær fer það frá stýri.

Hjólið er mjög sterkbyggt en það vegur heil 57kg og þolir notendur að hámarki 159kg. Afar lítið viðhald fylgir hjólinu en beltið sem drífur það er sjálfherðandi. Skjárinn er knúin áfram af notanda þar sem að hjólið er búið rafal. Á grunni hjólsins eru tvö hjól sem gerir þér auðvelt að færa það til.

Helstu mál o.fl.

  • Þyngd: 57,6kg
  • 125cm (L), 52cm (B), 120cm (H)
  • Hámarksþyngd notanda: 159kg
  • Q-Factor: 16.7cm