NOHrD SprintBok Hlaupabretti
1.149.995 kr. – 1.299.995 kr.
- Afar vandað hlaupabretti frá NOHrD
- Vann “Concours Lépine” hönnunarverðlaunin
- Enginn mótor – þú knýrð brettið áfram
- 17,3” snertiskjár sýnir helstu upplýsingar
- Stálrammi sem hulinn er með gegnheilum við
- Flexi-Slat belti veitir góða dempun
- Ekkert viðhald
- Ath. Sérpöntun, afhendingartími 4-16 vikur eftir lagerstöðu hjá framleiðanda
Vilt þú bæta við?
SprintBok hlaupabrettið frá NOHrD er einstakt þrektæki sem tvinnar saman heimsklassa hönnun og framúrskarandi notkunareiginleika. SprintBok brettið er mótorlaust og því sérð þú alfarið um að stýra hraða og halda beltinu gangandi. Þú fylgist með öllum helstu upplýsingum eins og hraða, tíma, vegalengd o.s.frv. Á 17,3” snertiskjá sem að er festur á handföngin á brettinu. Grunnurinn er úr stáli en hann er svo hulinn með gegnheilum við. Beltið sjálft er búið til úr viðarkubbum sem klæddir eru mjúku en gripgóðu gúmmí.
NOHrD er þekkt fyrir að sérhæfa sig í framleiðslu á fallegum og endingargóðum æfingatækjum úr við. Vörur þeirra eru framleiddar í verksmiðju þeirra í Þýskalandi úr við sem fenginn er úr skóglendi þar í kring. Viðurinn er ekki bara fallegur heldur nýtist hann einnig í t.d. Beltið sjálft á þessu bretti en hann gefur örlítið eftir og veitir því dempun fyrir liðamót.
SprintBok brettið er mótorlaust og því stýrir þú hraða beltisins. Það að þú stýrir beltinu veldur því að þú notar meiri orku til að hlaupa og því brennir þú allt að 30% meira en á hefðbundnu hlaupabretti. Það að brettið sé mótorlaust gerir það einnig að verkum að engin hraðatakmörk eru á brettinu og því hentar það mjög vel í jafnt langhlaup sem spretti.
Á handfanginu er 17,3” snertiskjár sem að sýnir allar helstu upplýsingar og meira til. Skjárinn sýnir hraða, vegalengd, tíma og fleiri grunnupplýsingar í SpringBok appinu sem er innbyggt í skjáinn. Auk þess að sjá þessar lykilupplýsingar getur þú valið á milli æfingatillaga og umhverfishlaupum þar sem að skjárinn leiðir þig í gegnum fallegar hlaupaleiðir.
SprintBok brettið er hannað með endingu í huga en viðhaldsþörf um fram þrif er í raun engin. Þú þarft ekki að herða á beltinu og þú þarft ekki að smyrja það. Flexi-Slat beltið samanstendur af 62 viðarkubbum sem húðaðir eru með gúmmí – kubbarnir þola gríðarlega notkun og þarfnast ekki viðhalds. Hámarksþyngd notanda er 160kg og hlaupabrettið hentar í jafnt heimanotkun sem og inn á hótel.
OPNUNARTÍMI
- Virka daga: 10-18
- Laugardaga: 11-15
- Sunnudaga: Lokað