Hreysti SB5 Lyftingabekkur

89.995 kr.

  • Afar sterkbyggður lyftingabekkur
  • 7 stillingar á baki
  • 3 stillingar á sæti
  • Laserskornar hallatölur
  • 3-4,5mm þykkt stál
  • Commercial grade dufthúðun
  • Gripgott og slitsterkt efni á baki og sæti
  • Þolir allt að 450kg
  • Handfang að framan, hjól að aftan
  • Hannaður fyrir æfingastöðvar, einnig frábær í heimaræktina

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

SB5 lyftingabekkurinn er hannaður fyrir þá sem vilja gríðarlega sterkbyggðan bekk sem auðvelt er að stilla – eiginleikar sem eru alveg frábærir inn í æfingastöðvar jú eða inn í heimarækt hjá kröfuhörðum. 

Auðveldar stillingar
SB5 bekkurinn er með fjölda stillinga, 7 hæðarstillingar eru á baki og 3 hæðarstillingar á sæti. Afar auðvelt er að flakka á milli stillinga með því að einfaldlega lyfta baki eða sæti. Utan um svæðið sem að burðarbitarnir flakka á milli er stálbúr sem að minnkar meiðslahættu og kemur í veg fyrir að bak eða sæti hrökkvi til.

Gríðarlega sterkbyggður
Bekkurinn er hannaður með gríðarlega notkun í huga og það er til engu sparað í efnisvali. Grunnurinn er afar stöðugur sem að getur skipt sköpum þegar þyngdirnar eru orðnar miklar. Bak og sætispúði eru með slitsterkri vinyl húð með gripgóðri áferð, púðarnir sjálfir eru um 6,5cm þykkir og í stífari kantinum svo að bekkurinn hentar vel í þunga bekkpressu.

Auðvelt að færa til
Þrátt fyrir að vega meira en 50kg er auðvelt að færa bekkinn til. Undir sætispúðanum er urethane húðað handfang og á hinum endanum eru urethane hjól sem gera þér kleift að trilla honum um. Hjólin eru varin með stálplötum sem koma í veg fyrir að þau skemmist ef að þú missir lóð á þau. Bekkinn er hægt að geyma uppréttan en sérstök plata á enda bakpúðans gerir hann nokkuð stöðugan í uppréttri stöðu.

Helstu mál o.fl.

  • Grunnflötur (LxBxH): 148cm x 52cm x 45cm
  • Breidd bakpúða: 30,4cm
  • Breidd sætispúða: 30cm aftast, mjókkar niður í 23cm fremst
  • Heildarlengd í flatri stöðu: 122.5cm
  • Þykkt á púða: 6,5cm
  • Þyngd: 56kg
  • Hámarksþyngd (notandi+lóð): 450kg
  • 7 stillingar á baki: 0 / 15 / 30 / 45 / 60 / 75 / 85
  • 3 stillingar á sæti: 0 / 15 / 30