Life Fitness G2 æfingastöð

334.995 kr.

  • Stöðug og endingargóð æfingastöð
  • Hönnuð út frá hreyfiferlum til að minnka meiðslahættu
  • Hægt að gera fjölda æfinga í þessu eina tæki
  • Allir snertipunktar eru með gripgóðu gúmmí
  • Fjöldi kaplaáhalda fylgja með
  • Öryggi fylgir kaplastýrðum æfingatækjum, getur alltaf hætt við lyftu
  • Hentar notendum, sama í hvaða formi þeir eru í
  • Hægt að bæta við fótapressu
  • Frí heimkeyrsla og uppsetning á höfuðborgarsvæðinu
  • Frí heimsending út á land

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

G2 æfingastöðin gerir þér kleift að stunda styrktarþjálfun heima fyrir sama í hvaða formi þú ert í. Variable Arc armurinn gerir þér kleift að taka pressu og tog æfingar ásamt flugi. Auk armsins eru tvö önnur úrtök, eitt á toppi stöðvarinnar fyrir niðurtog og annað á botni stöðvarinnar fyrir fótaréttur, tvíhöfðakreppur o.fl. Afstaðan í stöðinni er úthugsuð og hönnuð eftir rannsóknum Life Fitness á hreyfiferlum. Hreyfingarnar þykja því náttúrulegar og mjúkar sem að minnkar meiðslahættu og hámarkar árangur af æfingum.

G2 æfingastöðin er gríðarlega sterkbyggð og stöðug og lóðarekkinn er 73kg. Púðar eru þykkir en þéttir svo að þægilegt er að nota stöðina en á sama tíma er hún ansi stöðug. Allir lykil snertipunktar eru búnir mjúkum gúmmíhulsum sem að gefa gott grip og leyfa þér þannig að einbeita þér að lyftunni.

Með stöðinni fylgja ýmis kaplaáhöld og segulspjöld með æfingum sem hægt er að festa á stöðina sjálfa. Hægt er að bæta við fótapressu og/eða þyngja lóðarekkann.