Hreysti SB2 Lyftingabekkur

49.995 kr.

 • Sterkbyggður stillanlegur bekkur
 • 6 stillingar á baki
 • 3 stillingar á sæti
 • Álagspunktar með allt að 5,9mm þykku stáli
 • Commercial grade dufthúðun
 • Gripgott og slitsterkt efni á baki og sæit
 • Þolir allt að 250kg
 • Hjól gera þér auðvelt að færa bekkinn
 • Hentar vel í heimahús/hótel/minni æfingastöðvar

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

SB2 lyftingabekkurinn er afar sterkbyggður stillanlegur bekkur sem að hentar vel í heimahús, hótelog fleira. Sama hvort að þú ert að taka bekkpressu, létt flug eða róður þá getur þú fundið stillingu á bekknum sem að hentar þér.

Hraðar stillingar
SB2 bekkurinn hefur 7 hæðarstillingar á baki og 3 stillingar á sæti. Afar auðvelt er að skipta milli stillinga en gúmmíhúðaðir stoðbitar falla í hök sem eru undir bak/sætispúðum. 

Sterkbyggður
Stálið í SB2 bekknum er misþykkt eftir því hvort álag sé á svæðinu en álagspunktar eru með allt að 5,9mm þykku stáli. Bak og sætispúði eru með slitsterkri vinyl húð með gripgóðri áferð. Púðarnir sjálfir eru um 6,5cm þykkir og í stífari kantinum svo að bekkurinn hentar vel í þunga bekkpressu.

Auðvelt að færa til
Þrátt fyrir að vega um 35kg er auðvelt að færa bekkinn til. Undir sætispúðanum er plast húðað handfang og á hinum endanum eru urethane hjól sem gera þér kleift að trilla honum um. Hjólin eru varin með stálplötum sem koma í veg fyrir að þau skemmist ef að þú missir lóð á þau.

Helstu mál o.fl.

 • Grunnflötur (LxBxH): 127cm x 29,8cm x 44,4cm
 • Breidd bakpúða: 30cm
 • Breidd sætispúða: 26,5cm
 • Heildarlengd í flatri stöðu: 125,73cm
 • Þykkt á púða: 6,5cm
 • Þyngd: 34kg
 • Hámarksþyngd (notandi+lóð): 250kg
 • 6 stillingar á baki
 • 3 stillingar á sæti