Fitness bekkurinn frá York Fitness er einfaldur og stílhreinn lyftingabekkur sem er auðveldur í notkun. Bekkurinn er búinn stillanlegu baki, hann er bólstraður og svo er hægt að geyma 3 pör af handlóðum undir honum á sérstökum festingum. Bekkurinn er afar sterkur og á að endast í fjölda ára í heimanotkun. Auðvelt er að færa bekkinn með því að halla honum yfir á hjólin sem eru á afturlöppum hans.
Helstu mál:
- Gólfpláss sem bekkurinn tekur (L x B): 115 x 60cm
- Bekkurinn sjálfur (L x B): 110 x 27cm
- Hæð upp að sæti: 48cm
- Hámarksþyngd á bekk (að meðtöldum notanda): 200kg
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.