Hreysti Bola Lyftingabúr

74.995 kr.

 • Bola lyftingabúrið er hannað fyrir heimahús
 • 50x50mm prófílar, 2mm þykkt stál
 • Upphífistöng með fjölda gripmöguleika
 • Laser skorin göt fyrir stangarhaldara
 • Matt svört dufthúðun
 • Öryggisslár fylgja með
 • Stangarhaldarar fylgja með (J-cups)
 • Þolir að hámarki 315kg
 • Fjöldi aukahluta í boði
 • Smelltu hér til að skoða lyftingasett

Á lager

Vilt þú bæta við?
29.995 kr.
7.495 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Bolabúrið er grunnbúrið í Hreysti línunni en með því getur þú tekið hörku lyftingaræfingar heima fyrir. Lyftingabúr eru gríðarlega vinsæl enda bjóða þau upp á aukið öryggi fyrir notendur. Fjöldi aukahluta eru í boði fyrir Bolabúrið sem auka æfingar möguleika eða geymslupláss.

Feikinóg fyrir flesta

Bolabúrið er ekki jafn öflugt og Tröllabúrið en að því sögðu þá þolir það mikla notkun og hámarksþyngdin sem setja má á stangarhaldarana er heil 315kg sem verður að teljast í þyngri kantinum. Með búrinu fylgir upphífistöng sem býður upp á fjölda grip möguleika og ef að lofthæð er lítil þá er hægt að snúa upphífistönginni niður.

Öruggt

Lyftingabúr eru afar örugg vegna öryggisslánna sem að fylgja yfirleitt með þeim – með því að stilla þær rétt getur þú tekið ákveðnar lyftur án félaga sem almennt er mælt með að gera með félaga. Götin fyrir stangarhaldarana eru laser skorin svo að bæði götin sjálf og hæð þeirra er alltaf rétt. Götin eru á um 5cm millibili og það passa bæði öryggisslám og stangarhöldurum. Stangarhaldarar sem eru verndaðir með UHMW plasti fylgja með (UHMW plastið tryggir að fínskorning á lyftingastönginni skemmist ekki).

Fjöldi aukahluta í boði

Þetta lyftingabúr er hluti af Bola línunni okkar og því passa aukahlutirnir sem merktir eru Bolalínunni á búrið. Trissuviðbótin er sérlega sniðug en með henni eykur þú verulega æfingamöguleikana.

Helstu mál o.fl.

 • Hæð: 213,36cm (í upphífistöng), 206cm (búrið sjálft)
 • Breidd: 121,92cm
 • Dýpt: 120,65cm
 • Stál prófílar: 50x50mm
 • Þykkt stáls: 2mm
 • Þyngd: 60kg
 • Hámarksþyngd: 315kg