FitCo RT40 Hlaupabretti

189.995 kr.

  • Vandað samanbrjótanlegt hlaupabretti sem hannað er fyrir heimahús
  • Nær að hámarki 18km/h
  • Nær að hámarki 15% halla
  • Stórt hlaupasvæði (130x46cm)
  • Fjöðrunarkerfi minnkar álag á liðamót
  • Mælaborð sýnir lykilupplýsingar
  • 11 æfingakerfi í heildina
  • 2,5 hestafla mótor
  • Hámarksþyngd notanda er 120kg
  • Þetta bretti þarf að smyrja reglulega með sílíkoni, sjá leiðbeiningar í flipa hér fyrir neðan

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | STÓR PAKKI

RT40 hlaupabrettið frá FitCo er vandað bretti sem hannað er fyrir heimahús. Brettið hentar þeim sem vilja taka góðar æfingar heima en brettið nær að hámarki 18km/h. Halla mótorinn í brettinu er vandaður en hann nær allt að 15% halla sem að er frábær kostur fyrir þá sem vilja minnka hraðann og auka álag með hækkun. Brettið er samanbrjótanlegt en það er afar auðvelt að leggja það upp og trylla því svo um á hjólum sem eru á grunni þess.

Hlaupasvæðið á brettinu er 130x46cm sem hentar flestum, leggjalöngum hentar þó bretti með lengra hlaupasvæði. Brettið er búið fjöðrunarkerfi en undir brettinu sjálfu eru fjaðrandi punktar sem að tryggja góða fjöðrun á öllu hlaupasvæðinu. Brettið er hannað til þess að þola að hámarki 120kg notanda.

Mælaborðið á brettinu sýnir allar helstu lykilupplýsingar (tíma, hraða, halla, vegalengd, skref, kaloríur og púls) og býður upp á 11 æfingakerfi sem hægt er að velja á milli. Uppstillingin á upplýsingum er ansi góð en hraði og halli eru alveg sér á báti beggja vegna við upplýsingaskjáinn svo að það er alltaf auðvelt að sjá þessar lykilbreytur.

Tækniupplýsingar:

  • Mótor: 2,5 hestöfl DC
  • Hlaupasvæði: 130x46cm
  • Hraði: 0,8-18km/h, 0,1km/h þrep
  • Halli: 0-15% rafstýrður hallamótor
  • Mælaborð sýnir: Tíma, hraða, halla, vegalengd, skref, kaloríur og púls
  • Skjár: LCD
  • Æfingakerfi: 11
  • Púlsmæling: Púlsmælar eru á handföngum
  • Fjöðrunarkerfi: Já, fjaðrandi punktar
  • Hámarksþyngd notanda: 120kg
  • Stærð í notkun (LxBxH): 165cm x 79cm x 147,5cm
  • Stærð kassa (LxBxH): 178cm x 81,5cm x 35,5cm
  • Þyngd brettis: 73kg
  • Þyngd í kassa: 84kg
  • Ábyrgð: 2ár

Hvernig á að smyrja bretti

Hlaupabretti þurfa reglulegt viðhald til þess að þau renni ljúft og endist vel. Það sem helst þarf að passa er smurningin en ef að bretti ná að þorna þá myndast núningur sem verður til þess að mótorinn erfiðar og á endanum geta ýmsir íhlutir gefið undan. Langflest hlaupabretti sem hönnuð eru fyrir heimahús eru smurð með sílíkoni og það er mjög mikilvægt að smyrja ekki með neinu öðru smurefni ef svo er.

Sílíkon bretti þarf að smyrja á um 150-200km fresti eða 3 mánaða fresti, hvort sem kemur fyrst.

Annað sem þarf svo að passa er þrifnaður en það þarf að ryksuga í kringum brettin reglulega svo að sem minnst ryk safnist fyrir undir mótorhlífinni. Æskilegt er að ryksuga svo undir mótorhlífinni annað slagið en tíðnin fer algerlega eftir aðstæðum (yfirleitt dugar að ryksuga undir hlífinni 1 sinni á ári ef brettið er í heimahúsi).

Hér er myndband sem að sýnir hvernig smyrja á sílíkon hlaupabretti, flest hlaupabretti eru smurð með þessum hætti en athugaðu fyrst í bæklingnum hvort að það sé ekki örugglega sílíkon sem að smyrja á með – ef þú ert í einhverjum vafa getur þú hringt í okkur og fengið upplýsingar:

 

Hér er myndband sem sýnir hvernig á að ryksuga undir mótorhlífinni: