Teeter Freestep LT1 Þrekþjálfi

179.995 kr.

 • Vandaður þrekþjálfi með sæti og sætisbaki
 • Afar mjúk hreyfing sem fer vel með liðamót
 • Stillanleg handföng
 • 3 hallastillingar á sæti
 • Hljóðlát segulmótstaða
 • Mælaborð sýnir lykilupplýsingar
 • 136kg hámarksþyngd notanda

Á lager

Vilt þú bæta við?
6.995 kr.
6.000 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Freestep þrekþjálfinn frá Teeter er frábær fyrir þá sem vilja taka æfingar heima fyrir sem fara vel með liðamót. Hreyfiferillinn í tækinu er úthugsaður en hann leggur minna álag á hné heldur en þrekhjól (þar sem þú þarft að snúa í hringi í stað þess að fara fram/aftur). Með því að bæta hreyfingum með höndum við hreyfinguna eykst áreynslan við æfinguna og hún verður áhrifaríkari.

Sætið á þrekþjálfanum er bólstrað og þægilegt en þú getur stillt hæð þess og halla á baki. Handföng eru stillanleg og gripin þannig í laginu að þú hefur val um mismunandi stellingar sem reyna á vöðvana á ólíkan hátt. 13 mótstöðustillingar eru á þjálfanum og auðvelt er að flakka á milli þeirra með snúningstakka sem er fyrir aftan sætið. Mælaborðið sýnir svo allar helstu upplýsingar en það gengur fyrir rafhlöðum og því þarf ekki að stinga tækinu í samband við rafmagn.

Loksins er hér á ferðinni tæki sem líkir verulega eftir stóru tækjunum sem finna má í sjúkraþjálfunarstöðvum nema allt nettara og hentugra í heimaþjálfun.

Helstu mál o.fl.

 • Kasthjól: 7kg
 • Handföng: 8 lengdarstillingar, mjúk frauðgrip
 • Sæti: Hægt að stilla hæð sætis og halla sætisbaks
 • Lengd: 141cm
 • Breidd: 97cm
 • Hæð: 134cm
 • Þyngd tækis: 49kg
 • Mótstöðustillingar: 13
 • Æfingatölva sýnir: Tíma, vegalengd, hraða og kaloríubrennslu
 • Hámarksþyngd notanda: 136kg
 • Gengur fyrir: Rafhlöðum (þarf ekki að stinga í samband)