Hreysti Tæknistöngin 10kg

29.995 kr.

 • Vönduð ólympísk 10kg tæknistöng
 • Legur og fóðringar tryggja góðan snúning
 • 25mm þykkt fínskorið grip (milligróft)
 • 170.000 PSI styrkur í stáli
 • Zink húðun verndar gegn ryði
 • 20cm langar 50mm ermar
 • Splitti halda ermum á sínum stað
 • Þolir endurtekin “dropp”
 • Hentar vel í jafnt heimahús sem æfingastöðvar

Á lager

Vilt þú bæta við?
1.995 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Hreysti tæknistöngin er frábær í tækniæfingar en einnig sem styttri og léttari lyftingastöng í almennar æfingar. Eiginleikar tæknistangarinnar verða til þess að hún nýtist ekki bara í tækniæfingar eins og flestar tæknistangir á markaðnum heldur þolir hún álagið sem myndast við alhliða þjálfun. Við framleiðslu á tæknistönginni var efnisvali og framleiðsluaðferðum hagað þannig að gæði eru á par við topp stangir frá leiðandi merkjum erlendis.

Styrkur
170 PSI styrkur stálsins í Stönginni verður til þess að næg sveigja myndast við ólympískar lyftingar svo að hreyfingar séu “smooth”. Stálstyrkurinn verður til þess að hámarksþyngd er 300kg sem er mun meira en hægt er að hlaða á flestar tæknistangir.

Snúningur
Stöngin er búin legum og fóðringum sem að tryggja að snúningur sé jafn og góður. Þetta er svipuð uppsetning og finna má á keppnisstöngum en flestar stangir á markaðnum eru aðeins búnar fóðringum til þess að spara framleiðslukostnað.

Grip
Gripið á Stönginni er fínskorið svo að gripið haldist gott þó svo að lófar séu sveittir. Fínskurðurinn er milligrófur svo að stöngin hentar vel í bæði æfingar með mörgum endurtekningum sem og þungar lyftingaræfingar með fáum endurtekningum. Miðjan á stönginni sjálfri er án fínskurðs og til hliðanna eru tvöfaldar línur.

Helstu mál o.fl.

 • Þyngd: 10kg
 • Lengd: 173cm
 • Lengd erma: 20cm
 • Lengd grips: 131cm
 • Styrkur stáls: 170.000 PSI
 • Snúningur: Legur og fóðringar
 • Húðun: Zink
 • Fínskurður í gripi: Milligrófur
 • Fínskurður á miðju: Enginn
 • Hliðarlínur: Tvöfaldar
 • Hámarksþyngd: 300kg
 • Vikmörk þyngdar: +/-0,1%