Hreysti SB4 Lyftingabekkur
84.995 kr.
- Öflugasti bekkurinn í Hreysti línunni
- 7 stillingar á baki
- 5 stillingar á sæti
- Fram/aftur stilling á sæti eyðir bili á milli baks og sætis
- Laserskornar hallatölur
- 3mm (11 gauge) þykkt stál
- Commercial grade dufthúðun
- Gripgott og slitsterkt efni á baki og sæti
- Þolir allt að 450kg
- Hjól gera þér auðvelt að færa bekkinn
- Hentar vel í jafnt æfingastöðvar sem heimahús
Á lager
Vilt þú bæta við?
FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI
- Heimsending með TVG Xpress: 2.995 kr
- Sent á pósthús: 2.495 kr
- Sækja í verslun: Frítt
SB4 lyftingabekkurinn er toppurinn á Hreysti línunni en hér er á ferðinni bekkur sem þolir gríðarlega notkun og er með sniðuga eiginleika sem að gera hann að besta bekk sem við höfum prófað. Sama hvort að þú sért að velja bekk fyrir æfingastöðina eða fyrir heimaaðstöðu þá er SB4 bekkur sem að þú ættir að hafa með í myndinni.
Ekkert bil á milli baks og sætis
Þeir sem hafa lyft á bekk með stillanlegu baki þekkja hve pirrandi bilið á milli bakpúðans og sætispúðans getur verið. Ein af ástæðunum fyrir því að við elskum SB4 bekkinn er að sætispúðinn er ekki bara stillanlegur á hæðina heldur líka fram/aftur. Með því að geta fært sætispúðan fram/aftur getur þú eytt þessu leiðinda bili á milli púðana og tekið bekkpressu og fleiri æfingar án þess pirra þig á þessu blessaða bili.
Hraðar stillingar
SB4 bekkurinn er með fjölda stillinga, 7 hæðarstillingar eru á baki og 5 hæðarstillingar á sæti. Þessar stillingar eru merktar með laserskornum hallatölum svo að þú veist alltaf hvaða stillingu þú ert í. Áfastir læsingarpinnar eru endingargóðir og tryggja öryggi ásamt því að gera þér kleift að breyta stillingum hratt.
Gríðarlega sterkbyggður
Bekkurinn er hannaður með gríðarlega notkun í huga og það er til engu sparað í efnisvali. Grunnurinn er afar stöðugur sem að getur skipt sköpum þegar þyngdirnar eru orðnar miklar. Bak og sætispúði eru með slitsterkri vinyl húð með gripgóðri áferð, púðarnir sjálfir eru um 6,5cm þykkir og í stífari kantinum svo að bekkurinn hentar vel í þunga bekkpressu.
Auðvelt að færa til
Þrátt fyrir að vega meira en 50kg er auðvelt að færa bekkinn til. Undir sætispúðanum er urethane húðað handfang og á hinum endanum eru urethane hjól sem gera þér kleift að trilla honum um. Hjólin eru varin með stálplötum sem koma í veg fyrir að þau skemmist ef að þú missir lóð á þau.
Helstu mál o.fl.
- Grunnflötur (LxBxH): 147cm x 54cm x 45cm
- Breidd bakpúða: 30,4cm
- Breidd sætispúða: 26,5cm
- Heildarlengd í flatri stöðu: 122.5cm
- Þykkt á púða: 6,5cm
- Þyngd: 53kg
- Hámarksþyngd (notandi+lóð): 450kg
- 7 stillingar á baki: 0 / 15 / 30 / 45 / 60 / 75 / 90
- 5 stillingar á sæti: -15 / 0 / 15 / 30 / 45
OPNUNARTÍMI
- Virka daga: 10-18
- Laugardaga: 11-15
- Sunnudaga: Lokað