Hreysti FB2 Lyftingabekkur

24.995 kr.

 • Stöðugur flatur lyftingabekkur
 • Sterkbyggður rammi úr 3mm þykku stáli
 • Þéttur og gripgóður púði
 • Commercial grade dufthúðun
 • Gúmmíendar 
 • Þolir allt að 350kg

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

FB2 bekkurinn var hannaður til þess að vera stöðugur, endingargóður og auðveldur í samsetningu. Bekkurinn kemur ósamsettur til þess að lágmarka sendingarkostnað en samsetningin er afar einföld. 

Bekkurinn sjálfur er mjög sterkbyggður en stálið í rammanum er 3mm þykkt og púðinn er þéttur og gripgóður. Hámarksþyngd er 350kg en það er notandi auk lóða. Bekkurinn hentar fullkomlega í heimaaðstöðu en er einnig nógu sterkbyggður til þess að þola notkun í æfingastöð.

Við mælum með því að setja bekkinn lauslega saman og fullherða hann svo á svæðinu sem hann verður notaður á. Þetta verður til þess að bekkurinn verður eins stöðugur og hægt er að hafa hann.

Helstu mál o.fl

 • Grunnflötur (LxBxH): 120 x 42 x 45cm
 • Breidd púða: 30cm
 • Lengd á púða: 120cm
 • Þykkt á púða: 6,5cm
 • Þyngd: 22kg
 • Hámarksþyngd (notandi+lóð): 350kg