Escape Step æfingapallur

17.495 kr.

  • Professional æfingapallur frá Escape Fitness
  • Afar endingargóðir í æfingastöðvum, hvað þá heima fyrir
  • Ýmsir hækkunarmöguleikar með Riser upphækkunum
  • Níðsterkir og léttir pallar úr polypropylene plasti
  • Gripgott gúmmí yfirborð veitir þér öryggi í notkun
  • Mikil áhersla lögð á fallega hönnun
  • Auðvelt að stafla saman mörgum pöllum
  • Ath. stakur pallur án upphækkana

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Escape Step æfingapallurinn er hágæða æfingapallur sem þolir áralanga notkun í æfingastöð en hentar einnig vel til heimanotkunar. Pallurinn er í raun samsetning af Step pallinum og Riser upphækkunum. Með því að hafa pallinn og upphækkanir stakar, myndast tækifæri til þess að búa til skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem nýta bæði pallinn og upphækkanir.

Bæði pallurinn og upphækkunin eru úr polypropylene plasti sem er níðsterkt en létt. Yfirborð pallsins og upphækkuninnar er úr gripgóðu gúmmí sem gefur ákveðna öryggistilfinningu þegar æft er af ákefð. Auðvelt er að smella upphækkunum undir pallinn en rauðir flipar á bæði pallinum og upphækkunum gera notanda auðvelt að hitta á réttan stað.

Pallurinn hefur ekki bara verið hannaður með fallegt útlit í huga heldur er hann einnig afar praktískur. Stakar upphækkanir veit möguleika bæði hvað varðar þjálfun sem og hvað varðar geymslu. Pallarnir staflast upp auðveldlega og upphækkanir staflast svo hver ofan á aðra sem minnkar þörf á geymsluplássi eins og hægt er.

Step pallurinn er 10,7 cm hár; 44,6 cm breiður og 106,3 cm langur.

Riser upphækkunin er 10,5cm há; 43,4 cm breið og 43,4 cm löng