Um Cybex
Cybex er einn af stærstu framleiðendum á æfingatækjum í heiminum en þau hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að byggja hannanir sínar á rannsóknum. Cybex kalla sína nálgun “user-focused” en með því að rannsaka hvernig líkaminn hegðar sér geta þeir hannað búnað sem að fer vel með líkamann og ýtir undir áhrif æfinganna. Cybex er með breiða línu af búnaði, í henni eru nokkur tæki sem að ekki er að finna annars staðar en fyrirtækið hefur um 90 einkaleyfi á eiginleikum sem að gefa þeim samkeppnisforskot.
Life Fitness keypti Cybex árið 2016 og nú hafa fyrirtækin runnið saman í eitt en þau lærðu hvor af öðru og línurnar sameinaðar að miklu leyti til þess að nýta bestu atriðin frá hvorum framleiðanda. Allar vörur Cybex eru framleiddar í Bandaríkjunum í verksmiðju þeirra en vörur þeirra eru hannaðar inn í umhverfi þar sem notkun er mikil og því eru gæði og þar með ending í heimsklassa.
Ef þig langar að kanna möguleikann á að fá Cybex æfingatæki í þitt æfingarými þá getur þú sent email á hreysti@hreysti.is og fengið frekari upplýsingar um verð, afhendingartíma og eiginleika varanna.
Þú getur lesið meira um Cybex í bækling þeirra hér: