Eddy brúsarnir frá Camelbak eru ansi vinsælir enda eru þetta vandaðir brúsar sem endast vel og leka ekki. Brúsarnir eru með ansi sniðugu röri en á því er gúmmíendi sem að er almennt lokaður en opnast þegar þú bítur í hann.
Brúsinn sjálfur er án BPA, BPS og BPF. Brúsann má setja í uppþvottavél.