TRX Nuddrúlla

3.295 kr.4.995 kr.

  • TRX nuddrúllurnar eru einföld en skilvirk verkfæri
  • Fást í tveimur lengdum, 45cm & 90cm
  • Frábærar í jafnt vefjalosun sem og upphitun
45cm
45cm
90cm
90cm

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 15.000 kr.

TRX nuddrúllan hjálpar þér að auka blóðflæði og losa um vefi í kringum æfingar og yfir daginn. Þú getur unnið í hnútum, náð þér fyrr og aukið liðleika með hjálp nuddrúllunar. Nuddrúllan er búin til úr hágæða EPP frauði sem heldur lagi og tryggir að þú náir djúpri vefjalosun.

Nuddrúllan er sniðug bæði sem upphitunartæki þar sem þú rúllar yfir lykil vöðvahópa og eykur þannig blóðflæði og sem öflug græja til vefjalosunar þar sem þú tekur á erfiðum hnútum og losar þannig spennu. Þar sem rúllan er búin til úr EPP frauði þá er hún afar létt og ef þú hefur pláss þá er auðvelt að taka hana með þér í ferðalagið.

TRX eru leiðtogar í virkri þjálfun, þeirra takmark er að veita þér það sem þú þarft til þess að verða betri. TRX hafa skapað æfingatæki, æfingaprógröm og námskeið sem hönnuð eru til þess að hjálpa þér að ýta, toga, beygja og stökkva í átt að betri útgáfu af þér.