Þessi útgáfa af FlipBelt eykur öryggi umfram hefðbundna beltið með því að hafa vasa sem hægt er að loka með rennilás. Auk þess að vera með öryggishólf þá er beltið breiðara en hefðbundna beltið svo að stórir símar og t.d. Vegabréf passa auðveldlega í beltið.
Beltið er afar auðvelt í notkun, þægilegt og hentar vel í jafnt æfingar sem og ferðalagið. Auk læsta vasans eru þrír aðrir vasar sem þýðir að þú getur geymt hluti allan hringinn í kring. Sími, lyklar, veski, insúlíndælur o.s.frv. Smellpassa í beltið. Vegna þess hve breitt beltið er þá skoppar það ekkert til þegar þú hleypur og efnið í beltinu kemur í veg fyrir að það myndi brunasár.
- 92% Micropoly 8% Lycra – hrindir frá sér vökva og þornar hratt
- Einn læstur vasi auk 3 venjulegra
- Nógu breitt til þess að stórir símar og t.d. Vegabréf passa auðveldlega
- Krókur fyrir lykla í einum af venjulegu vösunum
- 3M endurskinslógó framan á beltinu
- Hægt að þvo í þvottavél
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.