Hreysti Trölla Veggfestur Lyftingarekki

69.995 kr.

  • Veggfestur, samanbrjótanlegur lyftingarekki úr Trölla línunni
  • 50x80mm prófílar, 3mm þykkt stál
  • Laser skorin göt fyrir stangarhaldara
  • Commercial grade dufthúðun
  • Stangarhaldarar fylgja með
  • Þolir að hámarki 400kg
  • Hentar jafnt í heimahús sem æfingastöðvar
  • Fjöldi aukahluta í boði
  • Smelltu hér til að skoða lyftingasett

Á lager

Vilt þú bæta við?
16.995 kr.
11.995 kr.

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Veggfesti lyftingarekkinn í Trölla línunni okkar er frábær fyrir þá sem vilja spara pláss eins og mögulegt er utan æfinga. Rekkinn er líkt og restin af Tröllalínunni afar sterkbyggður og þolir gríðarlega notkun. Rekkinn fellur inn á við þegar þú setur hann í geymslustöðu og því tekur hann eins lítið veggpláss og hægt er. Upphífistöng fylgir með rekkanum en hún virkar einnig sem stífa fyrir rekkan þegar hann er í æfingarstöðu.

Sterkbyggður
Trölla rekkinn er virkilega sterkbyggður en stálprófílarnir eru 50x80mm og stálið sjálft er 3mm þykkt, allar suður eru framkvæmdar af vélmennum sem að tryggja gæði og öryggi. Rekkinn gengur aðeins 61cm út á gólf en það er nóg til þess að gefa mikinn stöðugleika. Ef að Rekkinn er rétt uppsettur þá fer álagið að miklu leyti í gólfið en engu að síður þarf að festa rekkann í burðugan vegg.

Nákvæmar hæðarstillingar
Götin fyrir stangarhaldarana eru laser skorin svo að bæði götin sjálf og hæð þeirra er alltaf rétt. Bilið milli gata er um 5cm og nær upp eftir öllum uppistöðunum. Stangarhaldarar sem eru verndaðir með UHMW plasti fylgja með (UHMW plastið tryggir að fínskorning á lyftingastönginni skemmist ekki).

Fjöldi aukahluta í boði
Þessi lyftingastandur er hluti af Trölla línunni okkar og því passa aukahlutirnir sem merktir eru tröllalínunni á standinn. Þú getur séð Trölla aukahlutina með því að smella hér.

Helstu mál o.fl.

  • Hæð: 231cm
  • Breidd: 119,5cm
  • Dýpt: 61cm
  • Stál prófílar: 50x80mm
  • Þykkt stáls: 3mm
  • Þyngd: 62kg
  • Hámarksþyngd: 400kg
  • Hægt að fella saman: Já