Hreysti Mysuprótein

4.499 kr.13.499 kr.

  • Frábært bragð – við höfum verið í bransanum síðan 1988, þetta er það besta hingað til
  • Hágæða mysuprótein, stútfullt af amínósýrum sem hjálpa þér að jafna þig eftir æfingu
  • Blandast auðveldlega, sama hvort þú blandar í vatn/mjólk eða setur í smoothie/graut/bakstur
  • Viðbætt meltingarensím gera próteinið enn betra í maga
  • Hver einasta framleiðslulota er prófuð fyrir ólöglegum efnum
  • Næg próteininntaka hefur gríðarlega jákvæð áhrif á heilsu
  • 20g af hreinu próteini í hverjum 25g skammti (100kcal)
  • Enginn viðbættur sykur
1kg (40 skammtar)
1kg (40 skammtar)
4kg (160 skammtar)
4kg (160 skammtar)
Súkkulaðisjeik
Súkkulaðisjeik
Vanilla
Vanilla

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 15.000 kr.

Vöðvaþræðir brotna niður (catabolism) og endurbyggjast (anabolism) yfir daginn. Þegar bætt er við æfingum inn í rútínuna þá eykst álagið á vöðva og því eykst niðurbrot vöðva. Til þess að koma á móti þessu niðurbroti er mikilvægt að fá inn prótein reglulega yfir daginn sem hjálpar líkamanum að byggja aftur upp vöðva og flýta þannig fyrir endurheimt.

Eftir að hafa fengið prufur sendar úr ótal áttum þá fundum við prótein sem að tikkaði í öll boxin okkar. Mysupróteinið er unnið úr hágæða hráefnum og skaffar líkamanum amínósýrur sem gegna lykilhlutverki í að hefja endurheimtarferlið. Við þennan gæða grunn létum við bæta bragðefnum og meltingarensímum sem gera próteinið einstaklega bragðgott og auðmelt.

Hver 25g skammtur inniheldur 20g af hreinu próteini og aðeins 100 kaloríur.

Við mælum með því að blanda einni skeið (25g) af mysupróteininu út í ískalt vatn eða mjólk/möndlumjólk (150-250ml, magn vökva breytir aðeins áferð). Best er að taka próteinið beint eftir æfingar en einnig er hægt að nota það yfir daginn þegar þörf myndast eða í smoothie/bakstur.