Beoka A1 Compression Boots

79.999 kr.

  • Hraðar endurheimt eftir erfiðar æfingar og líkamlegt álag
  • Eykur blóðflæði
  • Minnkar vöðvaeymsli
  • Eykur hreyfanleika
  • Innbyggð stjórntæki á sitthvorri skálminni – Engar snúrur!
  • Hver skálm hefur 5 hólf sem „overlappa“ svo nuddið er jafnt í gegn
  • 40-110mmHg þrýstingur í 5mmHg skrefa stillingum (per skálm)
  • Vönduð taska fylgir með
  • Medium hentar þeim sem eru undir 180cm, Large þeim sem eru yfir 180cm
Medium (undir 1,8m)
Medium (undir 1,8m)
Large (yfir 1,8m)
Large (yfir 1,8m)

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 15.000 kr.

Hvenær og hvernig á að nota Compression skálmarnar?

Almennt er best að nota Compression skálmarnar í liggjandi eða sitjandi stöðu. Gættu þess að fæturnir séu ekki neðar en mjaðmirnar, svo skálmarnar þurfi ekki að vinna gegn þyngdaraflinu. Ef þér finnst þægilegt geturðu einnig haft fæturna uppi.

Eftir æfingu

Notaðu Compression skálmarnar eftir æfingu til að örva endurheimt í fótum og minnka líkur á harðsperrum. Ef þú notar skálmarnar í um 30–60 mínútur á miðlungs til háum þrýstingi geturðu bætt blóðrás, flýtt fyrir niðurbroti mjólkursýru og hjálpað líkamanum að jafna sig hraðar. Þetta eykur gæði endurheimtarinnar.

Fyrir æfingu

Með því að nota skálmarnar fyrir æfingu geturðu aukið blóðrás í fótum og bætt hreyfanleika. Þetta hentar sérstaklega vel ef þú hefur setið lengi yfir daginn, því þá geturðu undirbúið fæturna sem best fyrir átök. Notaðu Compression skálmarnar í 15–30 mínútur á lágum til miðlungs þrýstingi áður en þú byrjar á æfingunni.

Fyrir almenna endurheimt

Jafnvel þótt þú sért ekki að æfa geturðu notað Compression skálmarnar til að flýta endurheimt. Þær geta meðal annars hjálpað til við að draga úr vökvasöfnun, lina verki eða minnka vöðvaspennu. Einnig er hægt að nota skálmarnar sem stuðning fyrir sogæðadreifingu. Notaðu skálmarnar í 30–60 mínútur á miðlungs til háum þrýstingi.