BeautyBear Skin vítamín

3.995 kr.

  • Húðvítamín frá BeautyBear
  • Gúmmíbangsar með hindberjabragði
  • Innihalda vítamín sem styrkja húð
  • Bangsarnir innihalda aðeins náttúruleg bragðefni
  • Bangsarnir eru vegan
  • Engar tilraunir voru gerðar á dýrum við þróun bangsanna
  • 60 bangsar í krukku

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Þessi gúmmíbangsar frá Beautybear innihalda vítamínbombu sem að styrkir húð. Bangsarnir eru með hindberja en bragðið eitt er nú næg ástæða til þess að bangsanir séu aðlaðandi. Bangsarnir eru vegan, innihalda aðeins náttúruleg bragð og litarefni og engar rannsóknir voru gerðar á dýrum við þróun þeirra. Blandan inniheldur meðal annars E vítamín, B vítamín, A vítamín, sink og ceramide olíu en þessi innihaldsefni vinna saman til þess að styrkja húðina.

Ceramide olían er einkaleyfisvernduð olía sem að styrkir húð og minnkar sýnileika hrukka. Með aldri minnkar magnið af Ceramide og ef skortur á því myndast þá verður húð þurr og gróf. Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka ceramide olíu getur þú minnkar hrukkur um 18%, aukið teygjanleika húðar um 26% og bætt raka í húð um 21%.

A vítamín er oft kallað “húðvítamínið” en það getur hjálpað líkamanum að viðhalda og styrkja húðina. A vítamín getur haft jákvæð áhrif á bólur og rakastig en skortur á A vítamíni getur orðið til þess að húðin verði þurr og gróf.

Sink er steinefni sem að getur hjálpað líkamanum að hreinsa húðina og minnka líkur á bólum. Sink hefur nefnilega með losun efna úr húð að gera svo að ef að líkamanum skortir sink þá getur húðin orðið stífluð.

Auk þessarra lykilefna innihalda bangsarnir ýmis önnur vítamín og steinefni sem vinna saman að því að styrkja húð.

Við mælum með því að borða tvo bangsa á dag.