Sand Hótel

TÆKI OG BÚNAÐUR FRÁ

Sand Hótel er lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknarverðum dvalarstað auk þess sem iðandi mannlíf og menning miðborgarinnar er rétt handan við hornið. Umgjörð hótelsins er mjög áhugaverð og samtvinnuð sögu verslunar og menningar í miðborginni. Sandholt Bakarí og Verslun Guðsteins, sem hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár, eru á jarðhæð hótelsins við Laugaveginn. Fyrir framan bygginguna er steinhella á gangstéttinni til minningar um skáldið og Nóbelsverðlaunahafann Halldór Laxness sem var fæddur í einu af bakhúsi hótelsins.

Í hótelinu má finna glæsilega líkamsræktarstöð sem inniheldur vörur frá Life Fitness, TRX, York og NOHrD.