Íþróttamiðstöðin Hvammstanga

TÆKI OG BÚNAÐUR FRÁ

Húnaþing vestra rekur íþróttamiðstöð á Hvammstanga. Sundlaug ásamt búningsaðstöðu var tekin í notkun árið 1982. Íþróttahús var byggt við búningsaðstöðu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra var svo formlega opnuð þann 4. september 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra getur boðið einstaklingum, íþróttafélögum eða æfingahópum aðstöðu til keppni og æfinga í flestum íþróttagreinum.

Haustið 2019 var ný viðbygging við íþróttamiðstöð Húnaþings vestra vígð til notkunar. Með tilkomu viðbyggingarinnar er aðstaða í íþróttamiðstöðinni orðin hin besta og þjónusta við íbúana hefur aukist verulega. Anddyrið var stækkað og móttaka og aðkoma  gesta orðin  góð. Það var um það leyti sem leitað var til okkar í Hreysti til að hjálpa við uppsetninu á æfingasalnum. Sett var upp verulega góðan þrektækjasal með einstöku útsýni yfir fjörðinn útbúnum nýjum tækjum og búnaði. Einnig er minni salur sem gefur möguleika á að vera með hóptíma og fjölbreyttar æfingar.

Finna má vörur frá Life Fitness, Cybex og York Fitness í þessari flottu aðstöðu hjá íþróttamiðstöðinni Hvammstanga.

KARFAN ÞÍN
Innskráning

Ekki með aðgang?

Hafa samband

Þú getur haft samband með því að fylla út formið hérna fyrir neðan. Við höfum svo samband við fyrsta tækifæri.