HK – KÓRINN

TÆKI OG BÚNAÐUR FRÁ

Árið 2021 leitaði HK til okkar í hugleiðingum um uppsetningu á glænýrri æfingaaðstöðu í Kórnum. Við tókum því verkefni að sjálfsögðu fagnandi, eins og öllum öðrum, og hófust þar með umræður um mismunandi útfærslur.

Eftir að hafa unnið með Birki í HK teyminu við skipulag á nýju æfingaaðstöðunni fórum við í að setja saman það sem þurfti. Hreysti skutlan ásamt útkeyrslu teyminu okkar stóðu svo fyrir sínu og sáu um að flytja og bera tækin inn í æfingasalinn í Kórnum.

Í æfingasalnum má finna ýmsar vörur úr Hreysti línunni, þar með talið SB4 lyftingabekki, trékassa, Trölla lyftingabúr ásamt stöngum og lóðaplötum. Þoltæki voru fengin frá H5 Unlimited og Xebex og 15mm gólfefni frá Rephouse.

Við þökkum HK fyrir ánægjulegt samstarf!