Trackz Gervigras

kr.

 • Mikið úrval af gervigrasi
 • Sjá lesningu um mismunandi týpur neðar á síðunni
 • Aðeins í boði sem sérpöntun
 • Þú getur sent línu á [email protected] fyrir frekari upplýsingar

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | STÓR PAKKI

Við bjóðum upp á úrval af gervigrasi frá Trackz sem er hannað með notkun í líkamsrækt í huga. Trackz eru með mismunandi útgáfur af grasinu til þess að hver og einn geti fundið gras sem hefur rétta eiginleika og rétt verð fyrir rýmið.

Uni Outdoor & Indoor, Uni Sprint: Uni línan frá Trackz er grunntýpan há þeim sem hönnuð er fyrir almenna líkamsræktarnotkun og þolir því vel sleða og önnur slík tól. Sprint útfærslan er í raun bara Uni Indoor með línu eftir miðju og meðfram köntun. Uni outdoor er svo búið drengötum.

Uni fæst í 2m breiðum renningum og hægt er að velja 10, 15, 20 eða 30m lengd.

Litir í boði á Indoor og Outdoor týpunum eru: Grænt, svart, ljósgrátt, dökkgrátt, gult, dökkrautt, ljósrautt, blátt.  Sprint útgáfan er fáanleg með grænu eða svörtu grasi.

Lykilbreytur, UNI:

 • Grashæð: 11,5mm
 • Heildarþykkt: 13,5mm
 • Grasþyngd: 1.080 gr/m2
 • Fjöldi sauma: 47.250 per m2
Essential, Premium & Custom Turf: Í grunninn er þetta sama grasið með mismiklum merkingum. Grasið er þéttara og efnismeira en Uni svo það dempar betur. Rendur eru ekki málaðar á heldur eru þetta hvítt gras sem fest er á grunninn sem þýðir að það tapar aldrei lit.

Essential grasið fæst í 1,33m eða 2m breiðum renningum og það er hægt að fá grasið 10, 15 eða 20m langt

Premium grasið fæst 1,33m eða 2m breiðum renningum og það er hægt að fá grasið 10,4; 15,4 eða 20,4m langt

Essential og Premium grasið fæst grænt, svart, dökkgrátt, dökkrautt eða blátt

Custom grasið fæst í 2 eða 4m breiðum renningum og í lengd að þínu vali (hámark 40m). Mikill fjöldi lita er í boði, hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Lykilbreytur, Essential/Premium/Custom:

 • Grashæð: 15mm
 • Heildarþykkt: 17,5mm
 • Grasþyngd: 1.850 gr/m2
 • Fjöldi Sauma: 81.900 per m2