Sold out
The Roller nuddrúlla
4.995 kr.
- Afar vönduð hólkrúlla frá FitCo
- Frábær í vefjalosun
- Kjagast ekki með tímanum
- Mismunandi nuddfletir auka blóðflæði
- Stífleiki sem hentar flestum
- Nokkrir litir í boði
- Þolir allt að 225kg
- Rúllan er 33cm löng
FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI
Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.
- Heimsending með TVG Xpress: 995 kr.
- Sent á pósthús: 795 kr.
- Sækja í verslun: Frítt
The Roller nuddrúllan frá FitCo er okkar vinsælasta rúlla en hún er nett, sterk og hentar vel jafnt heima sem og í æfingatöskuna. The Roller er hönnuð með þremur mismunandi nuddflötum sem líkja eftir mismunandi nuddaðferðum (lófum, fingrum og fingurgómum). The Roller er hol að innan sem gerir þér kleift að setja t.d. íþróttaföt inn í hana og því tekur rúllan afar lítið pláss í æfingatöskunni.
Rúllan kjagast ekki með tímanum
Hefðbundnar frauðrúllur eiga það til að kjagast og mýkjast en The Roller er hönnuð þannig að hún hvorki kjagast né mýkist og þolir allt að 225kg.
Rúllan er hol að innan
Rúllan er hönnuð með það í huga að auðvelt sé að ferðast með hana. Til þess að gera rúlluna meðfæranlega höfðu hönnuðir FitCo rúlluna hola að innan svo auðvelt er t.d. að setja inn í rúlluna íþróttaföt og fyrir vikið tekur rúllan mun minna pláss í töskunni.
Mismunandi nuddfletir
Nuddfletir rúllunnar eru þrír en þeir eiga að líkja eftir fingurgómum, fingrum og loks lófum nuddara. Með því að hafa mismunandi fleti á rúllunni eykst blóðflæði enn meira við notkun.
Stífleiki sem hentar flestum
Rúllan er gerð þannig að hún henti jafnt byrjendur sem lengri komnum en hún er hvorki of stíf né of mjúk. Þannig geta atvinnu íþróttafólk jafnt sem byrjendur í líkamsrækt notað rúlluna og náð meiri árangri.
Afhverju að rúlla?
Með því að rúlla vöðvana brýtur þú niður hnúta sem myndast vegna álags og með því eykur þú blóðflæði til vöðva sem skilar sér í betri endurheimt, betri líðan, auknum liðleika og minni líkum á meiðslum svo eitthvað sé nefnt.
OPNUNARTÍMI
- Virka daga: 10-18
- Laugardaga: 11-15
- Sunnudaga: Lokað
- 3-5. Ágúst: Lokað