Teeter X3 Veltibekkur

99.995 kr.

 • Flextech bak eykur virkni
 • Bekkurinn er í jafnvægi svo auðvelt er að stilla sig af
 • Ez-Reach ökklafestingar
 • Ez-Stretch & Stretchmax handföng auka teygjumöguleika
 • Bekkurinn er samanbrjótanlegur
 • Mikil áhersla lögð á endingu og öryggi
 • Fyrir 142-198cm háa einstaklinga
 • Þolir allt að 136kg

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Teeter er eitt af alþekktustu merkjunum í veltibekkja bransanum en merkið er þekkt fyrir að framleiða gæða veltibekki sem eru öruggir, endingargóðir og búnir sniðugum aukahlutum sem geta aukið virkni þeirra. Teeter veltibekkirnir koma nánast alveg samsettir (80% assembled) og eru þeir fyrstu til þess að fá FDA vottun sem heilbrigðistæki. Teeter hafa birt mikið magn af æfingum og leiðbeiningum sem nálgast má í gegnum appið þeirra „Teeter Move“. (einnig er hægt að nálgast samsetningarleiðbeiningar í gegnum annað app frá þeim sem heitir „BILT“)

Teeter veltibekkirnir eru með réttan þyngdarpunkt svo að þú getur hreyft þig upp/niður án mikillar fyrirhafnar. Ökklafestingar eru mótaðar og halda vel við fætur án þess að valda óþægindum. Flextech bakið í bekkjunum leyfir líkamanum að renna til og ná þannig meiri teygju – einnig fylgja með aukahlutir sem geta veitt punktanudd og mjóbaksstuðning.

X3 bekkurinn er miðjutýpan í Fitspine línunni en hann hefur alla kosti X1 bekksins og bætir við Ez-Reach ökklafestingum, Ez-Stretch traction handföngum og Stretchmax slá. Ez-Reach ökklafestingin gerir þér kleift að losa um/festa ökklafestinguna án þess að þurfa að beygja þig alla leið niður að tám. Ez-Stretch handföngin gera þér auðvelt að teygja enn frekar úr baki (og hjálpa þér við fínstillingu á halla) og Stretchmax sláin hjálpar við hliðarteygjur.

 • Hæðarmörk notenda: 142-198cm
 • Hámarksþyngd notanda: 136kg
 • Þyngd veltibekksins: 29,9kg
 • Stærð í notkun (LxBxH): 205,7 x 73,2 x 219,7cm
 • Stærð samanbrotinn (LxBxH): 50,8 x 73,2 x 167,6cm
 • Stærð kassa (LxBxH): 125 x 76 x 21cm