Sílíkon fyrir hlaupabretti

2.999 kr.

  • Sílíkon smurefni fyrir hlaupabretti
  • 400ml í spreybrúsa
  • Afar auðvelt að nota

 

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Regluleg smurning á hlaupabrettum lengir líftíma og minnkar hávaða við notkun. Þetta smurefni kemur í spreybrúsa en afar auðvelt er að smyrja brettið með því að spreyja sílíkoninu undir beltið (á plötuna). Hver brúsi inniheldur 400ml af sílíkoni en það endist í um 25-30 smurningar.

Til þess að smyrja brettið þá notar þú rörið sem fylgir með brúsanum – setur rörið undir beltið og spreyjar ágætis röndum á fremri hluta plötunnar. Eftir þetta er gott að setja brettið af stað á ca. 3 km/h og ganga hænuskref eftir öllu brettinu til að dreifa sem best úr smurningunni.

ATH. Langflest hlaupabretti sem hönnuð eru til heimanotkunar notast við sílíkon sem smurefni. Einstaka bretti (og flest professional bretti) notast við vax sem smurefni og þau bretti má alls ekki setja sílíkon á. Því er alltaf gott að skoða bæklinginn sem fylgir með brettinu og ganga úr skugga um að brettið notist við sílíkon sem smurefni.