Manduka X jógadýna

10.995 kr.

  • Jógadýna sem hentar í jafnt jóga sem og aðrar æfingar
  • Góð dempun verndar liðamót
  • Afar gott grip
  • Lokaður svampur hrindir frá sér vökva
  • Umhverfisvæn framleiðsla og dýnan er latex free
  • Dýnan er meðfæranleg (aðeins 1,7kg að þyngd)
  • Dýnan er 180x61cm og 5mm þykk
Black
Black
Dökkblá
Dökkblá

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 15.000 kr.

X jógadýnan frá Manduka er öflug dýna sem að hægt er að nota í jafnt jóga sem og aðrar æfingar. Dýnan er með einstöku yfirborði sem að gefur gott grip í flestar æfingar en ef þú ert að fara í hot yoga þá mælum við með því að nota handklæði ofan á dýnuna.

Dýnan er 5mm þykk og þéttur, lokaður svampur gefur góða dempun sem að verndar liðamót. Lokaði svampurinn hrindir frá sér vökva (svita) sem að kemur í veg fyrir að bakteríur komist inn í dýnuna. Lokaði svampurinn eykur því líftíma dýnunnar ásamt því að vera hreinlátari lausn en opinn svampur.