Manduka Prolite jógadýna

Frá 15.995 kr.

  • Þétt dýna sem að fer vel með liðamót
  • Dýnan er meðfæranleg (vegur 1,8kg)
  • Gripgott yfirborð
  • Lokaður svampur hrindir frá sér vökva
  • Mynstur á botni dýnunnar eykur stöðugleika
  • Hönnuð með endingu í huga
  • Lífstíðarábyrgð frá Manduka
  • Dýnan er 180x61cm og 4,7mm þykk
Midnight
Midnight
Thunder
Thunder
Indulge
Indulge
Black
Black
Purple
Purple
Cosmic Sky
Cosmic Sky

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Prolite dýnan frá Manduka er þétt, 4,5mm dýna sem að er stöðugt en jafnframt nokkuð meðfærileg. Dýnan er búin yfirborði sem að er gripgott og hentar vel í ýmsar gerðir jóga en fyrir hot yoga þá mælum við þó að nota jógahandklæði ofan á dýnuna.

Prolite jógadýnan er búin lokuðum svampi sem að hrindir frá sér vökva. Lokaði svampurinn kemur í veg fyrir að dýnan verði gegnblaut af svita og minnkar þannig líkur á að bakteríur fái að njóta sín, þetta verður til þess að dýnan endist lengur en ella.

Yfirborðið á dýnunni er ekki eini hlutinn af dýnunni sem er úthugsaður en botninn er búinn sérstöku mynstri sem að grípur vel í gólfefni og eykur því stöðugleika. Efnisvalið í dýnunni er afbragðsgott en Manduka notast aðeins við hágæða PVC sem að hvorki molnar né flettist af með tímanum.

Manduka leggja mikla áherslu á ábyrga framleiðslu en framleiðsluferlið á Prolite dýnunni er emissions-free og þar sem að dýnan endist þér líftímann þá minnkar umfram PVC á sorphaugum. Dýnan er án eiturefna, litarefna eða phthalates sem að geta haft áhrif á hormóna. Dýnan er vottuð af OEKO-TEX sem örugg til notkunar.

Prolite dýnan er í raun systurdýna Pro dýnunnar þar sem að þetta er í raun sama dýnan bara aðeins þynnri og grennri sem gerir hana léttari.