Manduka GRP Adapt jógadýna

15.495 kr.

  • Gripgóð jógadýna frá Manduka
  • Hönnuð fyrir hot yoga
  • Opinn svampur dregur í sig vökva
  • Hægt að nota með eða án handklæðis
  • Dýnan er 180x66cm og 5mm þykk

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

GRP jógadýnan frá Manduka var sérstaklega hönnuð fyrir þá sem elska hot yoga. Dýnan er með opnum svampi en allar aðrar dýnur frá Manduka eru með lokuðum svampi. Það sem að opni svampurinn hefur fram yfir lokaðann er að hann dregur í sig vökva og því verður dýnan ekki jafn sleip þegar hún verður rök.

Dýnan er 5mm þykk og dempar því vel, yfirborðið er afar slétt en gripgott. Margir hverjir munu getað notað dýnuna í hot yoga tímum án þess að þurfa handklæði en þó eru alltaf einhverjir sem að munu þurfa handklæði þar sem að dýnur (líkt og handklæði) geta bara tekið við svo og svo miklum vökva. Svampurinn í dýnunni inniheldur meðal annars örlítið af kolefni sem að minnkar líkur á því að það komi vond svitalykt af dýnunni.

Kjarninn og botn dýnunnar eru úr náttúrulegu gúmmí sem fengið er frá sjálfbærum framleiðslusvæðum. Dýnan sjálf er framleidd á Spáni og framleiðsluferlið sleppir ekki neinum skaðlegum efnum út í andrúmsloftið.

Ath. dýnur með opnum svampi endast skemur en dýnur með lokuðum svampi. Ef þú notar dýnuna mikið þá þarf að skipta henni út annað slagið en góð umhirða lengir endingartíma. Manduka býður upp á sérstakt hreinsiefni sem að virkar vel á þessa dýnu.