Go Steady jógapokinn er einn af þeim veglegri í Manduka línunni. Pokinn er ansi stór og búinn tveimur hólfum, einu fyrir dýnuna og öðru fyrir aukahluti auk þess sem að lítill vasi er fyrir t.d. Síma. Pokinn sjálfur er búinn til úr efni sem að hrindir frá sér vatni, frábær eiginleiki fyrir íslenskt veðurfar. Á pokanum er stillanlegur axlarstrappi auk hliðarhandfangs.
Pokinn sjálfur er 73,7cm langur og 17,8cm í þvermál – göt á endum pokans tryggja að loftun sé góð.