FitCo Econ Jógahandklæði

2.295 kr.

  • Jógahandklæði úr Econ línunni frá Fitco
  • Dregur í sig vökva
  • Einföld og stílhrein hönnun
  • Frábær í heita tíma

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | LÍTILL PAKKI

Frí sending ef þú pantar vörur í þessum flokk fyrir meira en 10.000 kr.

Með FitCo Econ jógahandklæðinu færðu meira fyrir peninginn! Handklæðin eru afar stílhrein og sniðug en undirlag handklæðisins er þakið í sílikon doppum sem halda því á sínum stað.

FitCo handklæðin eru frábær fyrir þá sem að svitna mikið eða þá sem að stunda hot yoga. Handklæðin draga í sig svita sem tryggir betra grip í gegnum æfinguna. Eftir æfingu getur þú svo skellt handklæðinu í þvottavélina á lágan hita og haft það tilbúið fyrir næstu æfingu. Ekki er æskilegt setja handklæðin í þurrkara.

Þau koma í fullri stærð (180×60) og passa því á flestar dýnur.

 

Econ línan frá FitCo var búin til með það markmið að bjóða upp á grunnvörur á afar samkeppnishæfu verði. Með því að panta gríðarlegt magn og sleppa öllum óþarfa eiginleikum má svo sannarlega segja að því markmiði hafi verið náð. Óþarfa eiginleikar eru til dæmis logo merkingar, umfram umbúðir og svo framvegis. Línan fer stækkandi og stefnan er að bæta við sem flestum vörum þar sem hægt er að ná fram verulegri hagræðingu.