Boxer sippubandið er hannað fyrir þá sem vilja gott band sem hentar vel í þol og snerpu æfingar. Bandið er afar sterkbyggt og þú getur sippað með því á hvaða yfirborði sem er án áhyggju.
Bandið sjálft er heilkjarna 5mm PVC band sem hægt er að nota á hvaða yfirborði sem er (stétt, viðargólfi o.s.frv.). Bandið snýst um legu sem kemur í veg fyrir að bandið rekist í handföng og flækist. Handföng eru létt en gífurlega sterk og leyfa þér að ná miklum hraða í sippinu.
Auðvelt er að stytta bandið en það kemur 3m langt svo það hentar öllum sem eru 1.98m á hæð eða lægri. Böndin eru með snap/lock festingum sem auðvelt er að færa til og stytta þannig bandið.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.