ALMENNIR SKILMÁLAR

Hér finnur þú skraufþurra skilmála sem fylgja netversluninni – Við viljum að sjálfsögðu leysa úr öllum vandamálum sem upp koma svo ef það er eitthvað þá skaltu hafa samband við okkur og við munum gera okkar besta í að leysa úr því. Þú getur sent póst á netfangið [email protected] eða hringt í okkur í síma 568-1717.
 

Almennt

Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Hreysti ehf. til neytenda og eru staðfestir með staðfestingu á kaupum. Kaupandi verður að vera að minnsta kosti 16 ára til þess að versla í vefversluninni. Hreysti ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða vegna þess að varan sé uppseld.

Seljandi er Hreysti ehf., kennitala 470688-1229, VSK númer 13444

Staðsetning: Skeifan 19, 108 Reykjavík.

Símanúmer: 568-1717

Netfang: [email protected]

Skilaréttur

Vörum er hægt að skila innan 14 daga frá kaupum og í staðinn fá inneign eða fulla endurgreiðslu. Varan þarf að vera óskemmd og óopnuð, fæðubótarefni verða að hafa órofin innsigli. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda nema að um sé að ræða gallaða vöru, sé um gallaða vöru að ræða þá greiðir Hreysti ehf. Fyrir endursendingu. Ath. að í sumum tilvikum þar sem að endursending felur í sér verulegan kostnað áskilur Hreysti ehf. sér rétt til þess að gera við gölluð tæki í stað þess að taka við endursendingu.

Verð

Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti (VSK) sem er 11% eða 24% eftir vörum. Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara. Hreysti ehf. Áskilur sér rétt til þess að ljúka ekki viðskiptum  hafi rangt verð verið gefið upp. Sé vara uppseld þá verður haft samband við kaupanda og honum send önnur vara eða pöntunin endurgreidd ef varan er ekki væntanleg.

Ábyrgð

Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda í viðskiptum um sölu á vöru eftir því sem við á.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár* nema annað sé tekið fram. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.

*Kaupendur bera ábyrgð á að kaupa vörur sem hæfa þeirri starfsemi sem varan er ætluð til. Vörur sem seldar eru sem tæki til nota fyrir æfingastöðvar og fagaðila eru vandaðri og einnig dýrari en vörur sem seldar eru til notkunar á heimilum og fyrir einstaklinga. Sé vara sem ætluð er nota fyrir einstaklinga notuð í öðrum tilgangi (t.d. í æfingastöð) þá hefur kaupandi ekki rétt á að kvarta vegna meintra galla sem upp kunna að koma þar sem varan var ekki gerð til slíkrar notkunar.

Þá ber kaupendum að kynna sér vel meðferð hins selda og fara að öllu leyti eftir leiðbeiningum sem framleiðandi eða seljandi upplýsa um.

Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.

Reikningsupplýsingar Hreysti eru eftirfarandi:

Kt. 470688-1229

0111-26-4706