York STS stillanlegur lyftingabekkur
79.995 kr.
- Professional lyftingabekkur úr STS línunni frá York Barbell
- 6 mismunandi stillingar á baki og þrjár stillingar á sæti
- 52mm þykkir púðar veita stuðning án þess að vera óstöðugir
- 3mm stálplötur gera grunninn sterkann og stöðugan
- Höggvarin málning er bökuð á til að hámarka endingu
- Hjól á grunninum gera þér auðvelt að færa bekkinn til
Ekki til á lager
Láta mig vita þegar vara kemur aftur
FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI
- Heimsending með TVG Xpress: 2.995 kr
- Sent á pósthús: 2.495 kr
- Sækja í verslun: Frítt
Stillanlegi STS bekkurinn frá York er professional lyftingabekkur sem að spjarar sig vel jafnt í æfingastöðinni sem og í heimahúsi.
Bakið (320mmX910mm) er stillanlegt og hoppar á milli 0, 30, 40, 65, 80 og 90 gráður. Afar auðvelt er að stilla hæðina á bekknum án þess að skrúfa eða standa í einhverju veseni. Koparfóðringar eru í stilliarminum svo að þú getur treyst á að hann endist afar vel. Sætið á bekknum (260mm x 420mm) er einnig stillanlegt en þrjár stillingar hjálpa þér að halda réttri stöðu í ýmsum æfingum.
Sérstakir plattar eru ofan á fótum bekkjarins sem verja hann frá lóðaplötum. Höggvarin hjól með öflugum legum eru á aftari fótum bekkjarins og handfang framan á bekknum gerir þér auðvelt að trylla honum um.
Boltaflex púðarnir eru 52mm þykkir og festir á 19mm krossviðs plötu. Áklæðið sjálft er afar sterkt sem að minnkar líkur á að blettir og rákir eftir lóð myndist. Áklæðið hefur verið unnið þannig að það kemur í veg fyrir olíubletti og myglu ásamt því að vera húðað með bakteríuvörn.
Ramminn sjálfur er búinn til úr 52mm x 76mm stál túbu og 3mm stálplötum. Ramminn er svo málaður með endingargóðri og höggvarðri málningu sem er bökuð á til þess að hámarka endingu.