Niðurtogsstöðin úr STS línunni frá York er professional græja sem að hentar vel í jafnt æfingastöðina sem og heimahús. Stöðin hefur verið hönnuð með bæði styrk og mjúkleika hreyfingar í huga. Nýleg endurhönnun fólst í því að færa efri festinguna ofar svo að meira að segja þeir hávöxnustu geta náð góðum hreyfiferli og hámarkað árangur æfingarinnar.
Lóðabunkinn hefur heila 140cm til að ferðast og kapallinn sem er notaður í stöðina þolir heil 4200 pund og er löglegur til notkunar í flugvélum. Kapallinn er húðaður með urethane sem er gríðarlega slitsterkt efni. Púðar fyrir fætur eru stillanlegir en fjórar stillingar tryggja að hver og einn geti fundið stillingur fyrir sig.
Sætið í stöðinni er 54cm langt og mjótt í endann til þess að minnka nudd við innanverð læri. Lóðarekkinn í stöðinni er 136kg og með stöðinni fylgir niðurtogsstöng.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.