York STS Multi Functional lyftingabekkur

99.995 kr.

  • Professional lyftingabekkur úr STS línunni frá York Barbell
  • Hægt að stilla bak og sæti
  • 52mm þykkir púðar gefa góðan stuðning án þess að vera óstöðugir
  • 3mm stál plötur í grunni gera hann gríðarlega sterkan
  • Electrostatic púðurmálning verndar áferð
  • Hægt er að tengja bekkinn við STS lyftingarekka
  • Pallar fyrir æfingafélaga gerir þeim auðvelt að “spotta”

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | MILLISTÓR PAKKI

Multi-functional bekkurinn úr STS línuna hjá York er öflugasti bekkurinn þeirra. Bekkurinn er stillanlegur og bæði er hægt að nota hann stakann eða í sambland við York STS lyftingarekka og búr. Bekkurinn er með sérstakar festingar sem að passa í STS rekka og búr en með þeim getur þú læst bekkinn við rekkann/búrið. Bakið er með 5 mismunandi hæðarstillingum sem auðvelt er að skipta á milli, bronsfóðringar eru í legunum sem stýra bakinu.

Ásamt því að geta stillt bak getur þú einnig stillt lengdina á bekknum svo að þú getur gert t.d. Axlarpressur án þess að þurfa að færa bekkinn sjálfann til. Með þessari auka stillingu getur þú einnig stillt bekkinn eftir lengd á hverjum og einum notanda. Sætið er einnig stillanlegt en 3 stillingar tryggja að þú getur fundið stellingu sem hentar þér.

Bekkurinn hefur einnig 2 palla fyrir aftan bekkinn sjálfan þar sem að æfingafélaginn getur staðið og hjálpað til við lyftur. Bekkurinn hefur 2 hjól sem að gera þér auðvelt að trylla honum um.

Púðarnir í bekknum eru 52mm þykkir, gefa vel eftir en eru samt nógu stífir til þess að hafa stöðugleika fyrir miklar þyngdir. Áklæðið er afar sterkt og tekur ekki í sig olíu né myglu ásamt því að vera með bakteríuvörn.

Bekkurinn sjálfur er smíðaður úr 52mm x 76mm stál túbum og 3mm stál plötum. Bekkurinn er síðan húðaður með afbragðssterkri “electrostatic” púður málningu sem að verndar áferðina. Málningin er bökuð inn í bekkinn til þess að hámarka endingu á bæði platinum sparkle (grái liturinn á bekknum) og crinkle black (svarti liturinn á undirstöðum).

Sætið á bekknum er 320mm x 910mm og sætið er 260-215mm x 420mm. Bekkurinn þolir gríðarlegt álag.