York STS fótapressa

549.995 kr.

  • Professional fótapressa úr STS línu York Barbell
  • Þyngd ræðst af magni lóðaplatna sem þú hleður á
  • Einnig hægt að nýta upphífiteygjur sem mótstöðu
  • Hámarksþyngd er 545kg
  • Þægilegt sæti og stór platti fyrir fætur gera notkun auðvelda
  • 4 stillingar eru á sæti

Ekki til á lager

Láta mig vita þegar vara kemur aftur

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | STÓR PAKKI

Fótapressan úr STS línunni er professional græja sem að spjarar sig vel í æfingastöð eða í öflugri heimaaðstöðu. Á pressuna er hægt að hlaða lóðaplötum til þess að þyngja og ef þú vilt setja öflugt twist á pressurnar getur þú bætt upphífiteygjum við og fengið þannig öðruvísi átak. Hámarksþyngd sem hægt er að hlaða á pressuna er 545kg.

Heavy duty legur og 100mm urethane hjól tryggja að sleðinn renni mjúkt með allt upp í hámarksþyngd. Grunnurinn er í fullkomnu jafnvægi svo þú getur tekið fótapressur með annað hvort báðum fótum í einu eða þá með einum fæti í senn. Plattinn sem þú setur fæturna á er svo í yfirstærð svo að notendur af öllum stærðum og gerðum geta tekið pressur í græjunni.

Hægt er að hlaða plötum á fjóra arma sem festir eru beint á sleðann svo að átakið er jafnt í gegn. Bakið er hægt að stilla en 4 stillingar ganga úr skugga um að hver og einn geti fundið stillingu sem hentar sér. Handföng við hlið sætisins hjálpa þér svo að halda þér í réttri stöðu á meðan lyftunni stendur.

Framan á stöðinni eru svo geymsluarmar fyrir auka lóðaplötur.