York STS College lyftingarekki

159.995 kr.

  • Vinsælasti lyftingarekkinn frá York Barbell
  • Afar vandaður rekki sem þolir gríðarlegt álag
  • Tekur minna pláss en flesti professional rekkar
  • STS festingarkerfið gerir þér kleift að bæta við aukahlutum
  • Afar sterk electrostatic málning viðheldur útliti

Á lager

FÁÐU SENT EÐA SÆKTU | STÓR PAKKI

College lyftingarekkinn frá York Barbell er hágæða lyftingarekki sem þolir mikla notkun. Rekkinn var hannaður í Bretlandi með það í huga að búa til rekka sem þolir gríðarlegar þyngdir án þess að taka mikið pláss. Útkoman er þessi glæsilegi lyftingarekki sem tekur minna pláss en lyftingabúrin, þolir gríðarlega notkun og býður þér upp á að bæta við fjölda aukahluta.

Framan á College rekkanum er ryðfría stálkerfið frá York Barbell sem finna má á öðrum STS rekkum þeirra. Með því að nýta þetta sama kerfi og í stærri rekkunum þá er hægt að bæta við aukahlutum eins og t.d. Dýfustöng, öryggisstöngum og tæknipöllum. Hægt er að festa STS multi functional lyftingabekkinn við rekkann en þá er hægt að taka bekkpressu,hallandi bekkpressu og axlapressu.

Rekkinn er málaður með slitsterkru “Electrostatic” púðri sem að verst vel gegn rispum. Málningin er bökuð á svo að hún þorni rétt og örugglega og haldi þannig litnum og áferð sem best.

  • Stærð (LxBxH): 127,5x123x170cm
  • Hámarksþyngd: 240kg